Innlent

Varað við hvassviðri á milli Breiðdalsvíkur og Hafnar

Vegagerðin varar við miklu hvassviðri og sterkum hviðum á milli Breiðdalsvíkur og Hafnar í Hornafirði. Einnig er varað við sandfoki í Hvalnesskriðum og eru vegfarendur beðnir að gæta varúðar á þessari leið.

Enn er ófært um Víkurskarð á Norðurlandi og stendur mokstur yfir. Þá er hálka, hálkublettir og þæfingur víða á landinu. Á Austurlandi er hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði, á Fagradal er snjóþekja og þar stendur mokstur yfir.

Snjóþekja og skafrenningur á Oddskarði. Hálkublettir eru með fram ströndinni frá Fáskrúðsfirði að Hvalnesi. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxi og Breiðdalsheiði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×