Innlent

Mögulegar flóttaleiðir frá landinu

Lántaka ríkisins til að endurreisa íslenskt efnhagslíf gæti numið 16 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Almenningur á þó ýmsa möguleika í stöðunni til að komast hjá því að greiða fyrir hina misheppnuðu útrás.

Almenningur á Íslandi mun taka nánast allan skellinn vegna hruns bankanna.

Enginn hefur viljað axla ábyrgð á ástandinu. Björgólfsfeðgar ætla til dæmis ekki að standa við áður gefið loforð um að ábyrgjast 20 milljarða króna lán fyrir Eimskip sem mun því falla á félagið. "Þannig er það bara," er haft eftir talsmanni björgólfsfegða í DV.

Framundan eru erfiðir tíma. Atvinnuleysi, skerðing kaupmáttar, vaxandi verðbólga og ekki síst auknar skattbyrðir til að mæta útgjöldum ríkisins.

Lántaka ríkisins til að endurreisa efnhagslífið nemur fjórum milljónum króna á hvert mannsbarn samkvæmt útreikningum viðskiptablaðsins.

Landsmenn þurfa þó ekki að sitja undir þessu enda hafa þeir aðra möguleika í stöðunni. Sá augljósasti er að gera eins og auðmennirnir - flýja land.

Hver fjögurra manna fjölskylda gæti þannig - á einu augabragði - sparað sér 16 milljónir króna í skattlagningu. - er þá ónefndur annar kostnaður sem hrun efnhagslífsins hefur í för með sér fyrir heimilin í landinu.

Íslendingar hafa áður leitað til Kanada. Þar er hægt að fá tímabundið atvinnuleyfi og tekur ferlið að minnsta kosti sex vikur. Lengri tíma tekur að að fá búsetuleyfi og ríkisborgararétt.

Nærtækast væri fyrir íslendinga að leita sér að nýju heimili í Skandinavíu enda þarf ekki að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi.

Í Noregi er auðvelt að komast inn í kerfið og fá kennitölu. Barnabætur eru einnig í boði og sem skólavist. Um tvö ár tekur að fá ríkisborgararétt þar í landi en meðallaun reiknast vera um 35 þúsund norskar krónur á mánuði eða um 700 þúsund íslenskar.

Í Svíþjóð tekur lengri tíma að fá ríkisborgararétt eða á bilinu 2 til 5 ár. Barnabætur fást greiddar eftir mánuð en biðtími eftir leikskólaplássi getur numið þremur til fjórum mánuðum.

Í Danmörku eru aðstæður einnig ákjósanlega fyrir Íslendinga. Fljótlegt er að komast inn í félagslega kerfið. Mörg sveitarfélög niðurgreiða dönskunám fyrir innflytjendur en um sjö ár tekur að fá ríkisborgararétt.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×