Innlent

Afnema stimpilgjöld við breytingu á fasteignalánum

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að afnema stimpilgjöld af greiðsluskilmálabreytingum á fasteignaveðlánum. Árni kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórninni í morgun og var það samþykkt þar.

„Þetta ætti að hjálpa bönkunum að komast til móts við þá sem eru í greiðsluerfiðleikum," segir Árni. Hann segir að frumvarpið verði lagt fyrir þingflokkana við fyrsta tækifæri og afgreitt frá þinginu eins fljótt og þingið getur unnið það

Frumvarpið kemur í framhaldi af neyðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×