Fleiri fréttir

Bakarameistarinn berst gegn verðbólgunni

Bakarameistarinn berst við verðbólguna með lækkun vöruflokka. Mikil áhersla framvegis lögð á að bjóða upp á íslenska framleiðslu í flestum vöruflokkum. Öll verðskrá fyrirtækisins endurskoðuð til lækkunar þegar ró kemst á íslensku krónuna.

Vísar á Geir varðandi Bretavarnir

,,Ég vísa til svara forsætisráðherra um þetta mál, hann svarar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar," segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra í svarbréfi til Vísis varðandi fyrirhugað loftrýmiseftirlit breska hersins í desember.

Aðeins 50 ökutæki nýskráð í síðustu viku

Aðeins 50 ökutæki voru nýskráð í liðinni viku miðað við nærri 550 í sömu viku í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Umferðarstofu um nýskráningar ökutækja. Samdrátturinn nemur því um 90 prósentum á milli ára.

Þingkosningar ólíklegar á næstunni

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að stjórnarslit og kosningar séu ekki á næsta leiti. Aftur á móti telur Lúðvík að þjóðin þurfi fyrr eða síðar að taka afstöðu til stórra spurninga.

Voðaskotið í Rússlandi: Líklega réttað yfir stúlkunni hér á landi

Rússneskir fjölmiðlar fjalla um mál íslensku stúlkunnar sem var skiptinemi í borginni Astrakhan í Rússlandi og varð ungum pilti að bana fyrr í mánuðinum. Stúlkan sem nú er stödd á Íslandi er sögð eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm verði hún sótt til saka í landinu. Líklegra þykir þó að mál hennar verði rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Lögreglumaðurinn með stöðugan verk í fingrinum

Lögreglumaðurinn, sem í fyrrinótt var bitinn illa í fingurinn, verður frá vinnu í einhverjar vikur. Í samtali við héraðsfréttablaðið Feykir segist hann vera með stöðugan verk í fingrinum en sökum þess hve nálægt naglaböndum bitið hafi verið sé ekki hægt að sauma fingurinn saman.

Dregur úr notkun nagladekkja í Reykjavík

Svifryk hefur farið 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári en mátti einungis fara 18 sinnum yfir á árinu samkvæmt reglugerð. Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur fullyrðir að nagladekk séu á undanhaldi en þau eru helsti orsakavaldur svifryks að vetrarlagi.

FT segir Ísland fá 670 milljarða lán frá IMF og fleirum

Íslensk stjórnvöld munu óska eftir 6 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum seðlabönkum í heiminum, jafnvirði um 670 milljarða króna. Þetta er fullyrti á vef breska blaðsins Finacial Times.

Nískupúkinn.is vinur neytandans

Neytendur hafa eignast nýjan vin í nískupúkanum.is.Það eru þrír ungir menn sem standa að síðunni sem fór í loftið nú um helgina.

Réttarkerfið taki fast á árásum á lögreglumenn

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir lögreglu þar á bæ líta árás á lögreglumann í umdæminu aðfaranótt sunnudags mjög alvarlegum augum og vonast til þess að réttarkerfið taki fast á málinu.

Biskup vísiterar Landspítalann

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar þessa daga Landspítalann. Með þessari heimsókn lýkur í vísitasíu biskups í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sem staðið hefur frá síðasta vetri. Þetta segir í tilkynningu frá Biskupsstofu.

Ríflega 360 kaupsamningum þinglýst í september

Rílfega 360 kaupsamningum um fasteignir var þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í september síðastliðnum samkvæmt tölum á vef Fasteignamats ríksisins.

Harður árekstur við enda tvöföldunar Reykjanesbrautar

Geysiharður árekstur varð við enda tvöföldunar Reykjanesbrautar á Fitjum nú í morgun. Bifreið var ekið af Stekk og í veg fyrir bifreið sem ók eftir Reykjanesbraut. Sú bifreið stórskemmdist í árekstrinum.

Vilja jafnræði kynja í ný bankaráð

Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á forystu flokksins sem og ríkisstjórn að hafa jafnræði kynja að leiðarljósi við skipan í bankaráð hinna nýju banka.

Vinnubúðir á Kárahnjúkum fluttar að Búðarhálsvirkjun

Landsvirkjun hyggst nota vinnubúðir af Kárahnjúkum við uppbyggingu á Búðarhálsvirkjun sem nú er að fara af stað. Á heimasíðu Landsvirkjunar er óskað eftir tilboðum í flutning vinnubúðanna frá Kárahnjúkavirkjun að vinnusvæði Landsvirkjunar við Búðarhálsvirkjun.

RÚV braut ekki siðareglur með umfjölllun um Guðmund

Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi ekki brotið siðareglur í umfjöllun sinni um samskipti Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og fyrirtækisins.

Farþegum um Kelfavíkurflugvöll fækkar töluvert

Rúmlega átta prósentum færri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði, samanborið við sama mánuð í fyrra, eða 172 þúsumd samanborið við 187 þúsund í fyrra.

Víða snjókoma í nótt

Víða snjóaði á landinu í nótt og það er til dæmis hálka á Akureyri. Þar urðu tvö umferðaróhöpp í gærkvöldi og voru viðkomandi bilar á

Innbrot í sjoppu í Árnesi

Brotist var inn í sjoppu við Árnes í Árnessýslu í nótt og þaðan meðal annars stolið símakortum, tóbaki og bensínkortum. Þjófurinn komst undan.

Jarðskjálfti í Öxarfirði í nótt

Jarðskjálfti upp á 4,2 stig á Richter varð í Öxarfirði um klukkan hálfþrjú í nótt og fannst hann meðal annars í Laxárvirkjun í Aðaldal.

Segir ekki útilokað að kosið verði á næstu mánuðum

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá nauðsyn til þess að endurskoða stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar þrátt fyrir þau áföll sem dunið hafa á íslensku efnahagskerfi. Í þætti Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Mannamáli, sagði hann að ríkisstjórnarsamstarfið hefði styrkst að undanförnu. Hins vegar sagði hann ekki hægt að útiloka að gengið yrði fyrr til kosninga, í vetur eða næsta vor.

Slasaðist á fjórhjóli í Sandvík

Maður slasaðist í dag á fjórhjóli í Sandvík á Reykjanesi. Slysið varð um miðjan dag og fór lögregla ásamt sjúkrabifreið á staðinn og sótti manninn.

Best að taka knapann af áður en hrossakjöt er eldað

Galdurinn við að elda hrossakjöt er að taka fyrst knapann af - og ofelda ekki, segir Friðrik fimmti veitingamaður sem matreiddi hross ofan í skagfirska hestamenn í gærkvöldi. Skagfirðingar vilja auka sölu á þessu vannýtta keti í kreppunni.

Berjast fyrir bættri ímynd í Bretlandi

Hópur manna hefur tekið sig saman og ætlar að berjast fyrir bættri ímynd Íslands í Bretlandi. Um er að ræða fólk sem hefur góð tengsl við Bretland, hefur menntað sig þar og búið, á þar vini og þekkir fólk í lykilstöðum.

Hlé gert á fundum í bili - þráðurinn tekinn upp síðar í kvöld

Fundarhöldum er lokið í ráðherrabústaðnum í bili. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra segir í samtali við Vísi að engin niðurstaða liggi fyrir en eins og greint var frá í dag hafa ráðherrar fundað með ráðgjöfum sínum og fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jón Þór segir að áfram verði fundað í kvöld en að niðurstöðu sé ekki að vænta um aðstoð frá IMF að sinni. Hugsanlega skýrist hlutirnir í fyrramálið. Jón sagði þó að málið væri í góðum farvegi.

Össur: Samfylking hefur lagt þunga áherslu á aðstoð frá IMF

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að Samfylkingin hafi lagt á það þunga áherslu að ríkisstjórnin leiti aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að bregðast við þeim áföllum sem riðið hafa yfir íslenskt efnahagslíf. Þetta kom fram á fundi sem Samfylkingin hélt á Grand hóteli í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mætti á fundinn en hún hefur verið fjarverandi vegna erfiðra veikinda. Flokksmenn tóku á móti formanni sínum með lófataki og buðu hana velkomna til starfa á ný.

Talibanar myrtu tuttugu og sjö í Kandahar

Talibanar í Afganistan myrtu á dögunum 27 menn sem voru um borð í þremur rútum í Kandahar héraði. Talsmaður Talibana lýsti yfir ábyrgð á verknaðinum en þeir fullyrða að hinir myrtu hafi allir verið stjórnarhermenn.

Jón Baldvin: Davíð stendur harðast gegn aðstoð frá IMF

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að það sem standi helst í vegi fyrir því að Íslendingar sæki um aðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF), sé andstaða Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra.

Ráðist á lögreglumenn í nótt

Ráðist var á tvo lögreglumenn að tilefnislausu í Hraunbænum í nótt. Sparkað var í höfuð annars þeirra þar sem hann lá í götunni og hlaut hann skurð á höfuð. Tildrög málsins voru þau að kvartað var yfir hávaða frá íbúð í Hraunbæ klukkan rúmlega eitt í nótt og mættu tveir lögreglumenn á staðinn og mæltust til þess að dregið yrði úr hávaðanum.

Tvöföld Reykjanesbraut vígð í dag

Kristján L. Möller samgönguráðherra opnar klukkan tvö í dag síðasta kaflann í tvöföldun Reykjanesbrautar við Stapahverfi í Reykjanesbæ og vígja þar með tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði til Njarðvíkur. Að vígslu lokinni verður umferð hleypt á þenna síðasta kafla, hálfum mánuði á undan áætlun.

„Sameignin er gjörónýt“

Björk Felixdóttir var vakin af reykskynjurunum á stigagangi Vesturbergs 100 en hún er á meðal íbúa í blokkinni þar sem eldur kom upp í nótt. Hún segir þetta óskemmtilega lífsreynslu að lenda í en er þakklát fyrir að ekki fór ver.

Tuttugu handteknir í miðbænum í nótt

Um tuttugu manns gistu fangageymslur lögreglu í nótt en mikill erill var í miðbænum að sögn lögreglu. Að minnsta kosti þrjár líkamsárásir voru bókaðar hjá lögreglunni í nótt en engin þeirra þykir alvarleg að sögn lögreglu. Þeir sem gistu fangageymslur voru handteknir fyrir ólæti, óspektir og slagsmál.

Þrír teknir í Reykjanesbæ

Þrír voru teknir í Reykjanesbæ grunaðir um akstur undir áhrifum. Einn var tekinn snemma í gærkvöldi grunaður um fíkniefnaakstur og nú undir morgun voru tveir ökumenn stöðvaðir í Reykjanesbæ grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Þeir voru þeir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.

Eldur í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í nótt um klukkan hálffjögur. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang enda lagði töluverðan reyk frá húsinu á öllum hæðum. Reykkafarar fóru innn í húsið en íbúar voru beðnir um að halda sig úti á svölum. Átta íbúðir eru í húsinu og var skilaboðum komið til íbúa með gjallarhornum og í gegnum SMS skilaboð.

Sjá næstu 50 fréttir