Innlent

Frístundaheimili fyrir fatlaða opnað í Kópavogi

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi.

Félagsþjónustan í Kópavogi opnar formlega frístundaheimili fyrir fatlaða nemendur í 5. til 10. bekk grunnskólum Kópavogs miðvikudaginn 22. október. Úrræðið verður til húsa í Smáraskóla við Dalsmára.

,,Markmið Frístundaheimilisins er að veita þeim nemendum sem þar dvelja öruggt athvarf eftir skóla þar sem boðið er upp á skipulagðar tómstundir við allra hæfi, útivist og slökun. Sérstök áhersla er lögð á að hverjum og einum nemanda líði vel og finnist gott að koma í Frístundaheimilið þar sem hann nýtur sín í öruggu og skemmtilegu umhverfi," segir í tilkynningu.

Um er að ræða heilsárs skólatengt tilboð fyrir nemendur þar sem þeim gefst tækifæri til að dvelja við leik og skapandi störf í umsjá starfsfólks eftir að skólastarfi lýkur klukkan 17 alla virka daga. Í vetrarfríum og á starfsdögum er opið frá klukkan 8 til 17.

Yfir sumartímann verður boðið upp á fimm vikna heilsdags námskeið í tengslum við sumarstarf bæjarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×