Innlent

Fastir í Færeyjum í heila viku

Norræna
Norræna

Um fjörutíu manna hópur Íslendinga, sem sigldi með farþegaskipinu Norrænu, er veðurtepptur í Færeyjum og gert er ráð fyrir að hópurinn komist ekki heim fyrr en eftir viku.

„Vegna óveðurs milli Færeyja og Íslands að þá held ég að þeir séu bara búnir að fella niður ferðina," segir Össur Brynjólfsson, einn þeirra sem er staddur Færeyjum. Össur segir að næsta ferð til Íslands sé eftir viku og að hópurinn verði að bíða þangað til. Farþegum hafi verið boðið að fara með ferjunni aftur til Evrópu og sigla þangað til að yrði haldið aftur til Seyðisfjarðar á mánudaginn „Eða hótel hér í Þórshöfn og vera hér þangað til ferjan kemur aftur til baka og fara þá með henni til Seyðisfjarðar," segir Össur.

Össur segist ósáttur við að ekki sé hægt að senda hópinn heim með flugi. Hann býst þó við að farþegarnir fái gistingu og fæði sér að kostnaðarlausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×