Innlent

Þrír í farbann vegna fíkniefnasmygls

Þrír karlar á aldrinum 17 til 28 ára hafa verið úrskurðaðir í farbann til 2. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir, sem eru allir af erlendu bergi brotnir og sátu í gæsluvarðhaldi um tíma, voru handteknir í Kópavogi fyrr í mánuðinum en þeir eru grunaðir um aðild að innflutningi fíkniefna.

Um er að ræða tæplega hálft kíló af amfetamíni og rúmlega eitt kíló af marijúana en tollyfirvöld fundu efnin í sendingu sem kom til landsins frá Póllandi.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×