Innlent

Tekjum skotið undan skatti

Hópur fólks hefur skotið tekjum undan samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Ríkisskattstjóra. Þetta sést á yfirlitum um hreyfingar á greiðslukortum sem eru skuldfærð af erlendum reikningum en notuð á Íslandi.

Nýlega fékk ríkisskattstjóri heimild til að kalla eftir upplýsingum um greiðslukortanotkun efnafólks, vegna gruns um að menn sem eiga að greiða skatt hér á landi komi eignum og tekjum undan skatti með því að flytja fjármagn og fjármálaumsvif sín úr landi. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir það ljóst að það þurfi að kanna þetta nánar.

Í upphafi var talað um tímabilið frá júlí 2006 til júní 2007 væri til skoðunar.

Fjölmörg eignarhaldsfélög hafa verið stofnuð erlendis síðustu ár og eru sum þeirra skráð í skattaparadísum meðal annars í Karíbahafinu. Nöfn margra félaga sem þar eru skráð benda til þess að þau eigi rætur að rekja til Íslands. Löglegt er að stofna slík félög ef að ríkisskattstjóra eru veittar upplýsingar um þau.

Það er hins vegar ekki gerður greinarmunur á löndum eða eignarhaldsfélögum í skattframtölum og því liggur ekki fyrir hversu margir Íslendingar hafa skráð eignarhaldsfélag í skattaparadísum. Það er því aðeins hægt að tilgreina hversu margir hafa talið fram hlutafé í erlendum félögum en ekki í hvaða landi félögin eru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×