Innlent

Ófært um Víkurskarð en verið er að moka

Vegagerðin segir að enn sé ófært um Víkurskarð en unnið er að mokstri þessa stundina. Þá eru hálkublettir frá Borganesi og víða á Snæfellsnesi.

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og á flestum leiðum, þó eru hálkublettir á sunnanverðum Vestfjörðum.

Á Norðvestur- og Norðausturlandi er hálka og hálkublettir á öllum helstu leiðum og snjóþekja á milli Ólafsfjarðar og Akureyrar. Þæfingsfærð er út Blönduhlíð og í Dalsmynni. Þæfingsfærð er einnig á Mývatnsöræfum og stendur mokstur þar yfir.

Á Austurlandi er hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði, á Fagradal er snjóþekja og þar stendur mokstur yfir. Snjóþekja og skafrenningur á Oddskarði. Hálkublettir eru meðfram ströndinni frá Fáskrúðsfirði að Hvalnesi. Þæfingsfærði og skafrenningur er á Öxi og Breiðdalsheiði.

Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir nánast auðir, þó eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka á Nesjavallaleið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×