Innlent

Ætla að spara 15-20 milljónir í nefndarkerfi borgarinnar

MYND/GVA

Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, sem í eiga sæti forseti og varaforsetar borgarstjórnar, hyggst spara 15-20 milljónir króna í nefndarkerfi borgarinnar á næsta ári vegna kreppunnar.

Nefndin fundaði í gær og þar var samþykkt að í ljósi efnahagsástandsins og áhrifa þess á rekstur Reykjavíkurborgar væri mikilvægt að spara í nefndarkerfi borgarinnar. Þar yrði að horfa til hugsanlegra breytinga á nefndakerfinu og starfsumhverfis kjörinna fulltrúa. Samkvæmt tillögunni sem lögð var frá á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, að leggja fyrir forsætisnefnd tillögur sem skili 15-20 milljóna króna sparnaði að þessu leyti fyrir 15. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×