Innlent

IMF: Krónuna á flot og háa stýrivexti

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF

Tvö helstu skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í viðræðum við Íslendinga eru þau að krónunni verði komið aftur á flot og að stýrivöxtum verði haldið háum. Þetta hefur fréttastofan eftir áreiðanlegum heimdildum. Sömu heimildir herma að ákvörðun í málinu verði tekin á næsta sólarhring.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Geir Haarde forsætisráðherra að þrátt fyrir að skilyrði lægju ekki nákvæmlega fyrir væru þau fyrst og fremst almenns eðlis og snerti aðgerðir sem Íslendingar þurfi hvort eð er að fara í.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.