Innlent

Bauhaus segir upp starfsmönnum sínum

Halldór Óskar Sigurðsson.
Halldór Óskar Sigurðsson.

Flestum þeim starfsmönnum sem Bauhaus hafði ráðið til að undirbúa opnun verslunar undir Úlfarsfelli hefur verið sagt upp störfum. Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi ekki vilja nefna nákvæmlega tölu varðandi það hversu mörgum hefði verið sagt upp en sagði að þeir hlypu á tugum. Um væri að ræða sölustjóra, deildarstjóra og fleira.

Halldór benti þó á að verið væri að athuga hvort hluti af þessum starfsmönnum fengi vinnu hjá Bauhaus í Danmörku. Halldór þverneitar því að Bauhaus sé hætt við að hefja starfsemi á Íslandi. Hins vegar hefði málið verið sett á ís á meðan efnahagsástandið væri í núverandi mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×