Innlent

Fagna þjónustusamningi um heimahjúkrun

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar markmiðum yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá 8. október síðastliðnum um þriggja ára þjónustusamning um sameiginlega stjórnun heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu Reykjavíkurborgar.

Stjórnin leggur áherslu á að við þessar breytingar verði þess sérstaklega gætt að hugmyndafræði hjúkrunar verði leiðarljós þjónustunnar og henni stýrt af hjúkrunarfræðingum enda heimahjúkrun grundvöllur starfsins. 

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur afar mikilvægt til að tryggja samfellu þjónustunnar við hvern einstakling og til að lágmarka það álag sem slíkar breytingar geta haft í för með sér fyrir skjólstæðingum þjónustunnar. 

Þá leggur stjórnin einnig áherslu á að áunninna réttinda hjúkrunarfræðinga verði sérstaklega gætt við umræddar breytingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×