Sérfræðinganefnd metur tjón Seðlabankans 21. október 2008 16:53 Davíð Oddsson seðlabankastjóri Seðlabanki Íslands hefur falið sérfræðinganefnd til að meta eignir og skuldir nýju og gömlu bankanna og því liggur ekki fyrir hvert tjón Seðlabankans verður vegna falls bankanna þriggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum þar sem segir einnig að Seðlabankinn fari að líkindum ekki tjónlaus út úr fallinu. Yfirlýsing Seðalbankans fylgir hér í heildinni: „Líkt og aðrir seðlabankar veitir Seðlabanki Íslands fjármálafyrirtækjum reglulega lausafjárfyrirgreiðslu í formi lána gegn veði. Veð sem fjármálafyrirtæki leggja fram þurfa að uppfylla skilyrði reglna Seðlabankans um viðskipti við þau. Þær eru áþekkar reglum annarra seðlabanka. Meðal skuldabréfa sem uppfylla skilyrði reglnanna eru ríkisskuldabréf og bréf fjármálafyrirtækja sem uppfylla skilgreindar lágmarkskröfur, svo sem um lánshæfi. Eins og aðrir seðlabankar leitaðist Seðlabanki Íslands með fyrirgreiðslu sinni við að auðvelda starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja í þeirri fjármálakreppu sem riðið hefur yfir heiminn. Seðlabankinn fylgdi í því efni fordæmi annarra seðlabanka og jók fyrirgreiðslu sína og þar með áhættu. Hann gekk þó ekki jafn langt og þeir seðlabankar sem lengst gengu. Við stofnun nýrra banka um rekstur innlendrar viðskiptabankastarfsemi eftir að þrír bankar komust í þrot færðust innlend innlán til þeirra. Þá kom til álita að skuldir vegna verðbréfa sem veðsett voru Seðlabankanum færðust einnig þangað til að treysta áframhald innlendrar bankastarfsemi. Við nánari skoðun Fjármálaeftirlits og forsvarsmanna ríkissjóðs, í samráði við lögfræðilega ráðgjafa, innlenda sem erlenda, þótti rétt að öll skuldabréf útgefin af gömlu bönkunum yrðu að svo stöddu þar eftir til þess að tryggja gagnsæi og að kröfuhöfum yrði ekki mismunað. Á þessi stigi er því ekki endanlega ákveðið hvað verður um framangreindar kröfur Seðlabankans og þá hvort og hve mikið verðbréf í eigu Seðlabankans kunna að falla í verði. Líkur eru þó á að Seðlabankinn fari ekki tjónlaus frá falli viðskiptabankanna þriggja enda hefði það verið nánast útilokað. Niðurstaða mun liggja fyrir þegar nefnd, sem metur eignir og skuldir nýju og gömlu bankanna, lýkur störfum. Hún er skipuð erlendum fagaðilum og fær liðsinni innlendra sérfræðinga. Með þeim hætti er kappkostað að matið verði hlutlaust og faglega unnið í hvívetna. Mikið er í húfi að endurheimt verði eins mikið af útistandandi kröfum og kostur er til þess að lágmarka tjón kröfuhafa bankanna.“ Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur falið sérfræðinganefnd til að meta eignir og skuldir nýju og gömlu bankanna og því liggur ekki fyrir hvert tjón Seðlabankans verður vegna falls bankanna þriggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum þar sem segir einnig að Seðlabankinn fari að líkindum ekki tjónlaus út úr fallinu. Yfirlýsing Seðalbankans fylgir hér í heildinni: „Líkt og aðrir seðlabankar veitir Seðlabanki Íslands fjármálafyrirtækjum reglulega lausafjárfyrirgreiðslu í formi lána gegn veði. Veð sem fjármálafyrirtæki leggja fram þurfa að uppfylla skilyrði reglna Seðlabankans um viðskipti við þau. Þær eru áþekkar reglum annarra seðlabanka. Meðal skuldabréfa sem uppfylla skilyrði reglnanna eru ríkisskuldabréf og bréf fjármálafyrirtækja sem uppfylla skilgreindar lágmarkskröfur, svo sem um lánshæfi. Eins og aðrir seðlabankar leitaðist Seðlabanki Íslands með fyrirgreiðslu sinni við að auðvelda starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja í þeirri fjármálakreppu sem riðið hefur yfir heiminn. Seðlabankinn fylgdi í því efni fordæmi annarra seðlabanka og jók fyrirgreiðslu sína og þar með áhættu. Hann gekk þó ekki jafn langt og þeir seðlabankar sem lengst gengu. Við stofnun nýrra banka um rekstur innlendrar viðskiptabankastarfsemi eftir að þrír bankar komust í þrot færðust innlend innlán til þeirra. Þá kom til álita að skuldir vegna verðbréfa sem veðsett voru Seðlabankanum færðust einnig þangað til að treysta áframhald innlendrar bankastarfsemi. Við nánari skoðun Fjármálaeftirlits og forsvarsmanna ríkissjóðs, í samráði við lögfræðilega ráðgjafa, innlenda sem erlenda, þótti rétt að öll skuldabréf útgefin af gömlu bönkunum yrðu að svo stöddu þar eftir til þess að tryggja gagnsæi og að kröfuhöfum yrði ekki mismunað. Á þessi stigi er því ekki endanlega ákveðið hvað verður um framangreindar kröfur Seðlabankans og þá hvort og hve mikið verðbréf í eigu Seðlabankans kunna að falla í verði. Líkur eru þó á að Seðlabankinn fari ekki tjónlaus frá falli viðskiptabankanna þriggja enda hefði það verið nánast útilokað. Niðurstaða mun liggja fyrir þegar nefnd, sem metur eignir og skuldir nýju og gömlu bankanna, lýkur störfum. Hún er skipuð erlendum fagaðilum og fær liðsinni innlendra sérfræðinga. Með þeim hætti er kappkostað að matið verði hlutlaust og faglega unnið í hvívetna. Mikið er í húfi að endurheimt verði eins mikið af útistandandi kröfum og kostur er til þess að lágmarka tjón kröfuhafa bankanna.“
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira