Innlent

Fjögur á slysadeild eftir útafakstur

MYND/GVA

Fjögur ungmenni slösuðust og voru flutt á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík þegar bíll sem þau voru í fór út af Grindavíkurvegi í gærkvöldi og hafnaði út í hrauni.

Enginn mun þó hafa slasast lífshættulega, en einn farþeganna slapp ómeiddur. Hálka hafði myndast á veginum og kallaði lögregla á saltbíl eftir slysið. Bíll ungmennanna er stór sekmmdur, ef ekki ónýtur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×