Innlent

Handtekin með þýfi

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. MYND/Daily Mail

Lögreglan á Selfossi handtók fjögur ungmenni á bíl í nótt eftir að meint þýfi úr innbroti í söluskálann í Árnesi í fyrrinótt, fannst í bíl þeirra.

Við yfirheyrslur beindust böndin brátt að þremur þekktum afbrotamönnum til viðbótar, og handtók Reykjavíkurlögreglan þá seint í nótt þar sem þeir voru að reyna að koma meintu þýfi í verð á bensínstöð. Árvökult starfsfólk þar lét lögreglu vita, sem leiddi til handtökunnar. Verið er að yfirheyra allann hópinn á Selfossi þessa stundina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×