Fleiri fréttir Bloggfærslur hurfu af bloggi Össurar Umdeild bloggfærsla Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa hvarf af heimasíðu Össurar í gærkvöldi ásamt fjölda annarra sem meðal annars fjölluðu um málefni Orkuveitunnar. Össur segist ekki hafa eytt færslunum út og að verið sé að kanna hvernig stóð á hvarfi þeirra. 1.3.2008 19:11 Hægt að draga úr eyrnabólgum ungbarna Útlit er fyrir að hægt verði að draga verulega úr eyrnabólgu hjá ungbörnum með nýrri aðferð við bólusetningu samkvæmt nýrri rannsókn doktorsnema við Læknadeild Háskóla Íslands. 1.3.2008 18:55 Tvöfalt fleiri leita til Kvennaathvarfsins Rúmlega tvöfalt fleiri konur hafa leitað til Kvennaathvarfsins vegna heimilisofbeldis það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Tæplega 30 konur hafa dvalið í athvarfinu síðustu tvo mánuði og er helmingur þeirra af erlendum uppruna. 1.3.2008 18:42 Síðasta kvöldmáltíðin besta auglýsingin Síðasta kvöldmáltíðin með þeim Júdasi og Jesú Kristi var valin besta sjónvarpsauglýsingin í keppni Ímarks um Íslensku auglýsingaverðlaunin. Síminn auglýsti þar farsímaþjónustu. Sama auglýsing hreppti einnig verðlaun sem besta dagblaðaauglýsingin. Fyrirtækið EnnEMM framleiddi auglýsingarnar. 1.3.2008 10:14 Vilja olíuhreinsistöð til að sporna við fólksflótta Vestfirðingar eru orðnir langþreyttir á að ekkert sé gert til að hindra byggðaflótta af fjörðunum. Hugmyndin um olíuhreinsunarstöð er því kærkomin þó ekki sé fyrir annað en að hún skapar umræðu um ástandið. Skortur á kvenhylli gæti verið örsok byggðavandans segir varaborgarfulltrúi Samfylkingar. 1.3.2008 19:03 Tíminn að renna út með kaup á risabor Sveitarstjórnarmenn og verktakar á Austurlandi kanna nú möguleika á að kaupa síðasta risaborinn í Kárahnjúkum áður en hann verður sendur úr landi eftir tvo mánuði. Íslendingum býðst að fá borinn fyrir lágt verð en forsenda kaupanna er að samstaða náist milli sveitarfélaga og stjórnvalda um að ráðast í jarðgangagerð á Miðausturlandi. 1.3.2008 18:48 Makoni hlýtur stuðning gegn Mugabe forseta Simba Makoni fyrrverandi fjármálaráðherra Zimbabwe sem hyggur á að bjóða sig fram gegn Robert Mugabe í forsetakosningum hefur hlotið stuðning lykilstjórnmálamanns í landinu. Dumiso Dabengwa fyrrverandi innanríkisráðherra er fyrsti þungaviktarstjórnmálamaðurinn sem styður framboð Makoni. 1.3.2008 16:36 Konan sem lýst var eftir er komin fram Níutíu og fimm ára gömul kona sem lögreglan lýsti eftir í dag er komin fram. Ekki hafði sést til Grethe Bendtsen, sem búsett er á Austurbún 6, í eina viku. Hún kom fram í dag og hafði verið á Rauðakrossheimilinu. 1.3.2008 16:21 Þingmenn kveðast á Fyrsta þingveisla nýs kjörtímabils var í gærkvöldi, en hefð er fyrir því að þingmönnum taki ekki til máls nema í bundnu máli. Á Eyjunni segir að þeir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Steingrímsson varaþingmaður Samfylkingar hafi kveðist á. 1.3.2008 16:08 Valdabarátta um vistvæna orku á Íslandi Íslendingar standa frammi fyrir vali á milli þess að styrkja efnahag landsins og framleiða vistvæna orku - eða halda landinu óspilltu. Þetta segir í grein nýjasta tölublaðs National Geographic sem fjallar um Ísland. 1.3.2008 14:59 Lýst eftir 95 ára gamalli konu Lögreglan lýsir efti 95 ára gamalli konu í Reykjavík sem ekki hefur sést til í eina viku. Konan heitir Grethe Bendtsen og er búsett á Austurbrún 6. Hún er 160 sentimetrar á hæð og líklega klædd rauðri úlpu. Grethe gengur örlítið skökk samkvæmt heimildum lögreglu og notast við staf. Hún hefur búið á Íslandi í sex áratugi og talar íslensku með örlitlum dönskum hreim. Hún á enga aðstandendur hér á landi. 1.3.2008 14:32 Gott veður á skíðasvæðum Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin í dag. Í Bláfjöllum og Skálafelli eru allar stólalyftur opnar og í fyrsta sinn í vetur verður Vandráður opnaður, en það er tengilyfta á milli Eldborgarsvæðis og Kóngsgils í Bláfjöllum. Í Kongsgili er bikarmót Skíðasambands Íslands í aldursflokknum 13-14 ára haldið í dag. 1.3.2008 11:06 Mikill erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sjö gistu fangageymslur vegna ölvunar og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun. Þá voru fimm árekstrar frá miðnætti, en engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þann þriðja vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum. 1.3.2008 10:31 Jafnréttisráð fagnar kjarasamningum Jafnréttisráð fagnar nýgerðum kjarasamningum og þeirri áherslu sem þar var lögð á lægstu laun, sem iðulega eru einnig þau laun sem stórir hópar kvenna á vinnumarkaði fá, að því er fram kemur í ályktun sem ráðið hefur samþykkt, en fulltrúar fjármálaráðuneytis og Samtaka atvinnulífsins sátu hjá. 1.3.2008 10:01 Par handtekið í Borgarfirði eftir fíkniefnafund Lögreglan í Borgarnesi gerði húsleit í einbýlishúsi í uppsveitum Borgarfjarðar síðdegis í gær og handtók par á þrítugsaldri vegna fíkniefna sem þar fundust. Hátt í 30 grömm af meintum kannabisfræjum og maríjúana fundust við leitina. Parinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Málið er í rannsókn. 1.3.2008 09:53 Lögreglumenn fastir í ófærð á Vestfjörðum Hópur lögreglumanna af Suður- og Vesturlandi á leið á fótboltamót lögreglumanna Ísafirði er fastur í ófærð. Þannig komst hluti mannanna ekki lengra en til Hólmavíkur í gær þar sem vegir lokuðust. Nú er þess beðið að Steingrímsfjarðarheiði opni, en illa gengur að moka heiðina þar sem flutningabíll situr fastur á miðjum veginum. Fótboltamótinu verður því frestað eitthvað fram á daginn ef þörf er, eða þar til þátttakendur eru komnir á staðinn. 1.3.2008 09:42 Fimm eineltistilfelli á meðal starfsmanna hjá Póst- og fjarskiptastofnun Á tæpum þremur árum hefur helmingur starfsmanna Póst- og fjarskiptastofnunar sagt upp störfum. Starfsmannaveltan þar er með því hæsta sem þekkist hjá opinberum stofnunum, samkvæmt heimildum Vísis. 29.2.2008 20:51 Bubbi rak Hönnu og Sigga heim Hanna og Siggi luku bæði keppni í Bandinu hans Bubba í kvöld. Hanna Vigdís Jóhannesdóttir söng lagið Þú ert mér allt, sem betur er þekkt í flutningi Ellenar Kristjánsdóttur. Sigurður Guðlaugsson söng lagið Besti vinur eftir KK. Þegar þau höfðu lokið við að flytja lögin í annað skipti leist kónginum ekki betur á en svo að hann sendi þau bæði heim. Þau tóku þó bæði tíðindunum með mestu jafnaðargeði. 29.2.2008 22:20 Fundu 30 grömm af kannabis í Borgarfirði Um 30 grömm af ætluðum kannabisfræjum og maríjúana fundust við húsleit í uppsveitum Borgarfjarðar á sjötta tímanum í kvöld. Lögreglan í Borgarnesi handtók par á þrítugsaldri vegna málsins. Parið sem er á þrítugsaldri hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Þau voru handtekin en sleppt eftir að þau höfðu verið yfirheyrð. 29.2.2008 22:07 Jóni í FL Group bannað að byggja Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi í dag úr gildi ákvörðun Seltjarnarnesbæjar sem gefið hafði Jóni Sigurðssyni, forstjóra FL Group, leyfi til þess að byggja nýtt einbýlishús á lóð þar sem til stóð að rífa 319 fm2 einbýlishús hans við Unnarbraut 19. 29.2.2008 16:33 MR sigraði Verzló Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði lið Verzlunarskóla Íslands í æsispennandi Gettu betur keppni nú undir kvöld. 29.2.2008 21:24 Fagna frumvarpi sem heimilar reykrými á veitingastöðum Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar frumvarpi þeirra Jóns Magnússonar, Guðjóns A. Kristjánssonar, Hönnu Birnu Jóhannsdóttur, Birgis Ármannssonar, Bjarna Harðarsonar, Illuga Gunnarssonar, Jóns Gunnarssonar, Kjartans Ólafssonar og Péturs H. Blöndal um breytingar á tóbaksvarnarlögum. 29.2.2008 19:45 Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokað Lokað er á milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóða og Skagavegur við Víkur var lokaður í dag vegna ræsagerðar. Á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður. 29.2.2008 19:32 Lítið traust á borgarstjórn Aðeins 9% þeirra, sem svöruðu í skoðanakönnun Gallup í febrúar, sögðust treysta borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er langminnsta traust sem opinber stofnun, hefur mælst með í könnunum Gallup, samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins. 29.2.2008 19:14 Símasamband komið á að nýju Símasamband er komið á að nýju við Neskaupsstað. Vegna bilunar sem varð á ljósleiðarasambandi Mílu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar nú undir kvöld fór rofnaði allt símasamband. Öll gagnaflutningssambönd um IP net Símans voru hinsvegar í lagi ásamt ADSL samböndum. 29.2.2008 19:02 DeCode segir upp 60 manns Líftæknifyrirtækið deCode, sagði í dag upp 60 starfsmönnum. Helmingur þeirra hættir störfum í dag en helmingur vinnur út uppsagnafrestinn, að því er fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 29.2.2008 18:27 Fíkniefnamagnið var 0,5 grömm Fíkniefnamagnið sem fannst á heimavist nemenda í Háskólanum á Bifröst nemur einungis 0,5 grömmum, samkvæmt heimildum Vísis. 29.2.2008 17:58 Níutíu sektaðir fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Brot 89 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum í síðustu viku frá þriðjudegi til föstudags eða á tæplega 88 klukkustundum. 29.2.2008 16:50 Glussi lak af vörubíl Hátt í fjörutíu lítrar af glussa láku af krana á vörubíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðaði hreinsideild Reykjavíkurborgar við að þrífa göturnar. Talsverðar umferðartafir urðu á meðan verið var að þrífa götuna, en loka þurfti einni reininni. 29.2.2008 16:30 Viðskiptaráðherra bregst við fyrirspurn Umboðsmanns Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Neytendastofu að hún framkvæmi úttekt á því í hvaða mæli það tíðkist að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti seðilgjöld, og í hvaða tilvikum séu fullnægjandi lagaheimildir fyrir slíkri gjaldtöku. 29.2.2008 16:24 Umboðsmaður spyr um seðilgjöld hins opinbera Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra bréf og spurt hvort fyrirhugað sé af hálfu ráðuneytanna að kanna í hvaða mæli það tíðkist að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti seðilgjöld. 29.2.2008 15:47 Skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni á þáverandi heimili þeirra fyrir um ári. 29.2.2008 15:33 „Ég líð ekkert svona á mínu svæði“ Þrír nemendur, tveir menn og ein kona, voru rekin úr Háskólanum á Bifröst í dag í kjölfar þess að fíkniefni fundust í íbúðum þeirra á háskólasvæðinu. Þetta staðfestir Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, í samtali við Vísi. „Ég líð ekkert svona á mínu svæði," segir Ágúst. 29.2.2008 15:22 Hægt að nota kreditkort í bílastæðahúsum í næstu viku Stöðumælum og bílastæðahúsum sem aðeins taka klink fer nú fækkandi því í næstu viku geta ökumenn notað kreditkort í greiðsluvélunum í bílastæðahúsum og innan skamms í nýjum miðamælum sem settir verða upp víðsvegar í miðborginni. 29.2.2008 14:37 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og valda slysi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og sektað hann um 20 þúsund krónur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. 29.2.2008 14:29 Stærsti framhaldsskóli landsins einkarekinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði í dag samning við Menntafélagið ehf. um að annast rekstur nýs framhaldsskóla er verður til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands. Samningurinn er til fimm ára og gildir frá 1. júlí 2008. 29.2.2008 14:03 Árni hefur engin áform um að feta áfram í spor Friðriks Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði engin áform uppi um að hann taki við af Friðriki Sophussyni sem forstjóri Landsvirkjunar. Friðrik mun að öllum líkindum láta af störfum í október og hafa sögusagnir gengið þess efnis að Árni taki við af Friðriki. 29.2.2008 13:05 Langþreyttir á stöðugu veggjakroti í Grafarvogi Verslunareigendur í Grafarvogi eru orðnir langþreyttir á stöðugu veggjakroti á húsnæði þeirra. Segjast þeir bera mikinn kostnað af skemmdarverkunum og lögreglan veiti þeim litla hjálp. 29.2.2008 12:45 Ísland tengist nýjum reglum ESB um fangaframsal Stefnt er að því að Ísland tengist nýjum reglum sem eru í mótun inna Evrópusambandsins um framsal dæmdra manna milli ríkja. Þetta var meðal þess sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Franco Frattini, dómsmálastjóri ESB, ræddu á fundi sínum í gær. 29.2.2008 12:43 Bíða með senda loðnuskip á veiðar í von um aukinn gróða síðar Dæmi eru um að útvegsmenn, sem eiga lítinn loðnukvóta, hafi ekki enn sent skip sín til veiða eftir að veiðibanninu var aflétt í von um að fá meira fyrir aflann síðar. Viðbótarkvótinn gæti skilað rúmum þremur milljörðum króna. 29.2.2008 12:35 Borgaryfirvöld að tala sig inn í kreppuna Borgaryfirvöld eru tala sig inn í kreppuna í stað þess að vinna sig út úr henni að mati borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. 29.2.2008 12:30 Fá dagblöðin fjögurra daga gömul Reiði ríkir meðal íbúa í sveitum á sunnanverðum Vestfjörðum vegna þeirrar ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar að heimila Íslandspósti að fækka dreifingardögum pósts úr fimm á viku niður í þrjá. 29.2.2008 12:15 Heimilar rækjuveiðar í Arnarfirði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur heimilað veiðar á 150 lestum af rækju í Arnarfirði. 29.2.2008 12:11 Vinna hefst við enduruppbyggingu á Laugavegi í lok ársins Vinna við enduruppbyggingu húsanna við Laugaveg 4 og 6 hefst að öllum líkindum fyrir lok þessa árs að sögn borgarstjóra. Kostnaður liggur þó enn ekki fyrir né hvernig framkvæmdum verður háttað. 29.2.2008 12:00 Látinn eftir umferðarslys á Akranesi Annar drengjanna sem lenti í hörðum árekstri á Akranesi þann 18. febrúar lést í gær. 29.2.2008 11:46 Sjá næstu 50 fréttir
Bloggfærslur hurfu af bloggi Össurar Umdeild bloggfærsla Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa hvarf af heimasíðu Össurar í gærkvöldi ásamt fjölda annarra sem meðal annars fjölluðu um málefni Orkuveitunnar. Össur segist ekki hafa eytt færslunum út og að verið sé að kanna hvernig stóð á hvarfi þeirra. 1.3.2008 19:11
Hægt að draga úr eyrnabólgum ungbarna Útlit er fyrir að hægt verði að draga verulega úr eyrnabólgu hjá ungbörnum með nýrri aðferð við bólusetningu samkvæmt nýrri rannsókn doktorsnema við Læknadeild Háskóla Íslands. 1.3.2008 18:55
Tvöfalt fleiri leita til Kvennaathvarfsins Rúmlega tvöfalt fleiri konur hafa leitað til Kvennaathvarfsins vegna heimilisofbeldis það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Tæplega 30 konur hafa dvalið í athvarfinu síðustu tvo mánuði og er helmingur þeirra af erlendum uppruna. 1.3.2008 18:42
Síðasta kvöldmáltíðin besta auglýsingin Síðasta kvöldmáltíðin með þeim Júdasi og Jesú Kristi var valin besta sjónvarpsauglýsingin í keppni Ímarks um Íslensku auglýsingaverðlaunin. Síminn auglýsti þar farsímaþjónustu. Sama auglýsing hreppti einnig verðlaun sem besta dagblaðaauglýsingin. Fyrirtækið EnnEMM framleiddi auglýsingarnar. 1.3.2008 10:14
Vilja olíuhreinsistöð til að sporna við fólksflótta Vestfirðingar eru orðnir langþreyttir á að ekkert sé gert til að hindra byggðaflótta af fjörðunum. Hugmyndin um olíuhreinsunarstöð er því kærkomin þó ekki sé fyrir annað en að hún skapar umræðu um ástandið. Skortur á kvenhylli gæti verið örsok byggðavandans segir varaborgarfulltrúi Samfylkingar. 1.3.2008 19:03
Tíminn að renna út með kaup á risabor Sveitarstjórnarmenn og verktakar á Austurlandi kanna nú möguleika á að kaupa síðasta risaborinn í Kárahnjúkum áður en hann verður sendur úr landi eftir tvo mánuði. Íslendingum býðst að fá borinn fyrir lágt verð en forsenda kaupanna er að samstaða náist milli sveitarfélaga og stjórnvalda um að ráðast í jarðgangagerð á Miðausturlandi. 1.3.2008 18:48
Makoni hlýtur stuðning gegn Mugabe forseta Simba Makoni fyrrverandi fjármálaráðherra Zimbabwe sem hyggur á að bjóða sig fram gegn Robert Mugabe í forsetakosningum hefur hlotið stuðning lykilstjórnmálamanns í landinu. Dumiso Dabengwa fyrrverandi innanríkisráðherra er fyrsti þungaviktarstjórnmálamaðurinn sem styður framboð Makoni. 1.3.2008 16:36
Konan sem lýst var eftir er komin fram Níutíu og fimm ára gömul kona sem lögreglan lýsti eftir í dag er komin fram. Ekki hafði sést til Grethe Bendtsen, sem búsett er á Austurbún 6, í eina viku. Hún kom fram í dag og hafði verið á Rauðakrossheimilinu. 1.3.2008 16:21
Þingmenn kveðast á Fyrsta þingveisla nýs kjörtímabils var í gærkvöldi, en hefð er fyrir því að þingmönnum taki ekki til máls nema í bundnu máli. Á Eyjunni segir að þeir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Steingrímsson varaþingmaður Samfylkingar hafi kveðist á. 1.3.2008 16:08
Valdabarátta um vistvæna orku á Íslandi Íslendingar standa frammi fyrir vali á milli þess að styrkja efnahag landsins og framleiða vistvæna orku - eða halda landinu óspilltu. Þetta segir í grein nýjasta tölublaðs National Geographic sem fjallar um Ísland. 1.3.2008 14:59
Lýst eftir 95 ára gamalli konu Lögreglan lýsir efti 95 ára gamalli konu í Reykjavík sem ekki hefur sést til í eina viku. Konan heitir Grethe Bendtsen og er búsett á Austurbrún 6. Hún er 160 sentimetrar á hæð og líklega klædd rauðri úlpu. Grethe gengur örlítið skökk samkvæmt heimildum lögreglu og notast við staf. Hún hefur búið á Íslandi í sex áratugi og talar íslensku með örlitlum dönskum hreim. Hún á enga aðstandendur hér á landi. 1.3.2008 14:32
Gott veður á skíðasvæðum Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin í dag. Í Bláfjöllum og Skálafelli eru allar stólalyftur opnar og í fyrsta sinn í vetur verður Vandráður opnaður, en það er tengilyfta á milli Eldborgarsvæðis og Kóngsgils í Bláfjöllum. Í Kongsgili er bikarmót Skíðasambands Íslands í aldursflokknum 13-14 ára haldið í dag. 1.3.2008 11:06
Mikill erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sjö gistu fangageymslur vegna ölvunar og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun. Þá voru fimm árekstrar frá miðnætti, en engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þann þriðja vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum. 1.3.2008 10:31
Jafnréttisráð fagnar kjarasamningum Jafnréttisráð fagnar nýgerðum kjarasamningum og þeirri áherslu sem þar var lögð á lægstu laun, sem iðulega eru einnig þau laun sem stórir hópar kvenna á vinnumarkaði fá, að því er fram kemur í ályktun sem ráðið hefur samþykkt, en fulltrúar fjármálaráðuneytis og Samtaka atvinnulífsins sátu hjá. 1.3.2008 10:01
Par handtekið í Borgarfirði eftir fíkniefnafund Lögreglan í Borgarnesi gerði húsleit í einbýlishúsi í uppsveitum Borgarfjarðar síðdegis í gær og handtók par á þrítugsaldri vegna fíkniefna sem þar fundust. Hátt í 30 grömm af meintum kannabisfræjum og maríjúana fundust við leitina. Parinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Málið er í rannsókn. 1.3.2008 09:53
Lögreglumenn fastir í ófærð á Vestfjörðum Hópur lögreglumanna af Suður- og Vesturlandi á leið á fótboltamót lögreglumanna Ísafirði er fastur í ófærð. Þannig komst hluti mannanna ekki lengra en til Hólmavíkur í gær þar sem vegir lokuðust. Nú er þess beðið að Steingrímsfjarðarheiði opni, en illa gengur að moka heiðina þar sem flutningabíll situr fastur á miðjum veginum. Fótboltamótinu verður því frestað eitthvað fram á daginn ef þörf er, eða þar til þátttakendur eru komnir á staðinn. 1.3.2008 09:42
Fimm eineltistilfelli á meðal starfsmanna hjá Póst- og fjarskiptastofnun Á tæpum þremur árum hefur helmingur starfsmanna Póst- og fjarskiptastofnunar sagt upp störfum. Starfsmannaveltan þar er með því hæsta sem þekkist hjá opinberum stofnunum, samkvæmt heimildum Vísis. 29.2.2008 20:51
Bubbi rak Hönnu og Sigga heim Hanna og Siggi luku bæði keppni í Bandinu hans Bubba í kvöld. Hanna Vigdís Jóhannesdóttir söng lagið Þú ert mér allt, sem betur er þekkt í flutningi Ellenar Kristjánsdóttur. Sigurður Guðlaugsson söng lagið Besti vinur eftir KK. Þegar þau höfðu lokið við að flytja lögin í annað skipti leist kónginum ekki betur á en svo að hann sendi þau bæði heim. Þau tóku þó bæði tíðindunum með mestu jafnaðargeði. 29.2.2008 22:20
Fundu 30 grömm af kannabis í Borgarfirði Um 30 grömm af ætluðum kannabisfræjum og maríjúana fundust við húsleit í uppsveitum Borgarfjarðar á sjötta tímanum í kvöld. Lögreglan í Borgarnesi handtók par á þrítugsaldri vegna málsins. Parið sem er á þrítugsaldri hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Þau voru handtekin en sleppt eftir að þau höfðu verið yfirheyrð. 29.2.2008 22:07
Jóni í FL Group bannað að byggja Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi í dag úr gildi ákvörðun Seltjarnarnesbæjar sem gefið hafði Jóni Sigurðssyni, forstjóra FL Group, leyfi til þess að byggja nýtt einbýlishús á lóð þar sem til stóð að rífa 319 fm2 einbýlishús hans við Unnarbraut 19. 29.2.2008 16:33
MR sigraði Verzló Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði lið Verzlunarskóla Íslands í æsispennandi Gettu betur keppni nú undir kvöld. 29.2.2008 21:24
Fagna frumvarpi sem heimilar reykrými á veitingastöðum Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar frumvarpi þeirra Jóns Magnússonar, Guðjóns A. Kristjánssonar, Hönnu Birnu Jóhannsdóttur, Birgis Ármannssonar, Bjarna Harðarsonar, Illuga Gunnarssonar, Jóns Gunnarssonar, Kjartans Ólafssonar og Péturs H. Blöndal um breytingar á tóbaksvarnarlögum. 29.2.2008 19:45
Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokað Lokað er á milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóða og Skagavegur við Víkur var lokaður í dag vegna ræsagerðar. Á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður. 29.2.2008 19:32
Lítið traust á borgarstjórn Aðeins 9% þeirra, sem svöruðu í skoðanakönnun Gallup í febrúar, sögðust treysta borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er langminnsta traust sem opinber stofnun, hefur mælst með í könnunum Gallup, samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins. 29.2.2008 19:14
Símasamband komið á að nýju Símasamband er komið á að nýju við Neskaupsstað. Vegna bilunar sem varð á ljósleiðarasambandi Mílu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar nú undir kvöld fór rofnaði allt símasamband. Öll gagnaflutningssambönd um IP net Símans voru hinsvegar í lagi ásamt ADSL samböndum. 29.2.2008 19:02
DeCode segir upp 60 manns Líftæknifyrirtækið deCode, sagði í dag upp 60 starfsmönnum. Helmingur þeirra hættir störfum í dag en helmingur vinnur út uppsagnafrestinn, að því er fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 29.2.2008 18:27
Fíkniefnamagnið var 0,5 grömm Fíkniefnamagnið sem fannst á heimavist nemenda í Háskólanum á Bifröst nemur einungis 0,5 grömmum, samkvæmt heimildum Vísis. 29.2.2008 17:58
Níutíu sektaðir fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Brot 89 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum í síðustu viku frá þriðjudegi til föstudags eða á tæplega 88 klukkustundum. 29.2.2008 16:50
Glussi lak af vörubíl Hátt í fjörutíu lítrar af glussa láku af krana á vörubíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðaði hreinsideild Reykjavíkurborgar við að þrífa göturnar. Talsverðar umferðartafir urðu á meðan verið var að þrífa götuna, en loka þurfti einni reininni. 29.2.2008 16:30
Viðskiptaráðherra bregst við fyrirspurn Umboðsmanns Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Neytendastofu að hún framkvæmi úttekt á því í hvaða mæli það tíðkist að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti seðilgjöld, og í hvaða tilvikum séu fullnægjandi lagaheimildir fyrir slíkri gjaldtöku. 29.2.2008 16:24
Umboðsmaður spyr um seðilgjöld hins opinbera Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra bréf og spurt hvort fyrirhugað sé af hálfu ráðuneytanna að kanna í hvaða mæli það tíðkist að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti seðilgjöld. 29.2.2008 15:47
Skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni á þáverandi heimili þeirra fyrir um ári. 29.2.2008 15:33
„Ég líð ekkert svona á mínu svæði“ Þrír nemendur, tveir menn og ein kona, voru rekin úr Háskólanum á Bifröst í dag í kjölfar þess að fíkniefni fundust í íbúðum þeirra á háskólasvæðinu. Þetta staðfestir Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, í samtali við Vísi. „Ég líð ekkert svona á mínu svæði," segir Ágúst. 29.2.2008 15:22
Hægt að nota kreditkort í bílastæðahúsum í næstu viku Stöðumælum og bílastæðahúsum sem aðeins taka klink fer nú fækkandi því í næstu viku geta ökumenn notað kreditkort í greiðsluvélunum í bílastæðahúsum og innan skamms í nýjum miðamælum sem settir verða upp víðsvegar í miðborginni. 29.2.2008 14:37
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og valda slysi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og sektað hann um 20 þúsund krónur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. 29.2.2008 14:29
Stærsti framhaldsskóli landsins einkarekinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði í dag samning við Menntafélagið ehf. um að annast rekstur nýs framhaldsskóla er verður til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands. Samningurinn er til fimm ára og gildir frá 1. júlí 2008. 29.2.2008 14:03
Árni hefur engin áform um að feta áfram í spor Friðriks Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði engin áform uppi um að hann taki við af Friðriki Sophussyni sem forstjóri Landsvirkjunar. Friðrik mun að öllum líkindum láta af störfum í október og hafa sögusagnir gengið þess efnis að Árni taki við af Friðriki. 29.2.2008 13:05
Langþreyttir á stöðugu veggjakroti í Grafarvogi Verslunareigendur í Grafarvogi eru orðnir langþreyttir á stöðugu veggjakroti á húsnæði þeirra. Segjast þeir bera mikinn kostnað af skemmdarverkunum og lögreglan veiti þeim litla hjálp. 29.2.2008 12:45
Ísland tengist nýjum reglum ESB um fangaframsal Stefnt er að því að Ísland tengist nýjum reglum sem eru í mótun inna Evrópusambandsins um framsal dæmdra manna milli ríkja. Þetta var meðal þess sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Franco Frattini, dómsmálastjóri ESB, ræddu á fundi sínum í gær. 29.2.2008 12:43
Bíða með senda loðnuskip á veiðar í von um aukinn gróða síðar Dæmi eru um að útvegsmenn, sem eiga lítinn loðnukvóta, hafi ekki enn sent skip sín til veiða eftir að veiðibanninu var aflétt í von um að fá meira fyrir aflann síðar. Viðbótarkvótinn gæti skilað rúmum þremur milljörðum króna. 29.2.2008 12:35
Borgaryfirvöld að tala sig inn í kreppuna Borgaryfirvöld eru tala sig inn í kreppuna í stað þess að vinna sig út úr henni að mati borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. 29.2.2008 12:30
Fá dagblöðin fjögurra daga gömul Reiði ríkir meðal íbúa í sveitum á sunnanverðum Vestfjörðum vegna þeirrar ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar að heimila Íslandspósti að fækka dreifingardögum pósts úr fimm á viku niður í þrjá. 29.2.2008 12:15
Heimilar rækjuveiðar í Arnarfirði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur heimilað veiðar á 150 lestum af rækju í Arnarfirði. 29.2.2008 12:11
Vinna hefst við enduruppbyggingu á Laugavegi í lok ársins Vinna við enduruppbyggingu húsanna við Laugaveg 4 og 6 hefst að öllum líkindum fyrir lok þessa árs að sögn borgarstjóra. Kostnaður liggur þó enn ekki fyrir né hvernig framkvæmdum verður háttað. 29.2.2008 12:00
Látinn eftir umferðarslys á Akranesi Annar drengjanna sem lenti í hörðum árekstri á Akranesi þann 18. febrúar lést í gær. 29.2.2008 11:46