Innlent

Lögreglumenn fastir í ófærð á Vestfjörðum

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði.

Hópur lögreglumanna af Suður- og Vesturlandi á leið á fótboltamót lögreglumanna Ísafirði er fastur í ófærð. Þannig komst hluti mannanna ekki lengra en til Hólmavíkur í gær þar sem vegir lokuðust. Nú er þess beðið að Steingrímsfjarðarheiði opni, en illa gengur að moka heiðina þar sem flutningabíll situr fastur á miðjum veginum. Fótboltamótinu verður því frestað eitthvað fram á daginn ef þörf er, eða þar til þátttakendur eru komnir á staðinn.

Þó nokkur ófærð er á Vestfjörðum og hefur fjöldi snjóflóða fallið þar. Súðarvíkurhlíð var lokað í gær vegna snjóflóða. Einungis tókst að halda veginum opnum í klukkutíma í morgun áður en honum var lokað aftur vegna flóða. Snjóflóð féll á Sjötúnahlíð í Álftafirði í morgun og lokaði veginum. Allt Djúpið er lokað og varað er við færð á Óshlíðarvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×