Innlent

Jafnréttisráð fagnar kjarasamningum

MYND/Getty Images

Jafnréttisráð fagnar nýgerðum kjarasamningum og þeirri áherslu sem þar var lögð á lægstu laun, sem iðulega eru einnig þau laun sem stórir hópar kvenna á vinnumarkaði fá, að því er fram kemur í ályktun sem ráðið hefur samþykkt, en fulltrúar fjármálaráðuneytis og Samtaka atvinnulífsins sátu hjá.

Í ályktuninni er minnt á að næstu stóru lotur í kjarasamningaviðræðum eru á milli opinberra aðila og stéttarfélaga sem starfa í almannaþjónustu. Samningsaðilar eru því hvattir til að nýta tækifærið til að endurmeta kjör kvenna í almannaþjónustu. Með því næðust markmið um að rétta hlut hefðbundinna kvennastétta, efla almannaþjónustuna og verja þannig jafnrétti allra í samfélaginu, og ekki síst að draga úr launamun kynja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×