Innlent

Þingmenn kveðast á

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson. MYND/GVA

Fyrsta þingveisla nýs kjörtímabils var í gærkvöldi, en hefð er fyrir því að þingmönnum taki ekki til máls nema í bundnu máli. Á Eyjunni segir að þeir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Steingrímsson varaþingmaður Samfylkingar hafi kveðist á.

Efni kveðskapar Guðmundar var meðal annars beint gegn Framsóknarflokknum og pókerspilaranum Birki Jóni Jónssyni.

Eftirfarandi vísur birtust á Eyjunni samkvæmt heimildarmanni vefsins:

Mér finnst að þingstörfin felist í því

að fara inn í þingsal og tékka,

hvort ekki sér örugglega pontunni í

Álfheiður Inga.

Guðmundur orti:

Ýmislegt þarna einmitt bilaði,

allt árans fylgið hrapaði

Formaður Framsóknarflokksins spilaði

með fylgið póker og tapaði.

Guðni Ágústsson svaraði:

Þegar ég heyri þína röddu góði

þá græt ég yfir svikarokknum.

Þú ert blóð af okkar blóði,

- og brot af flokknum.

Síðar orti Guðni þetta:

Er til þín ég heyri Guðmundur góði

þá græt ég en fyllist djöfulmóði.

Þú sem ert blóð af okkar blóði

borinn í flokkinn okkar, góði.

Guðmundur kvað:

Agalegt farinn er flokkur

fúinn er maddömu strokkur.

Ég veit ég yfirgaf ykkur,

en nú, Guðni, skipið sekkur.

Og að lokum eftirfarandi frá Guðmundi:

Gott er að eiga stund án REI

hver einasti þingmaður yrkir.

Efnahagslífið er ekki ókey

sá eini sem græðir er Birkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×