Fleiri fréttir

Örlög Guðmundar hjá OR ráðast þegar leyfi lýkur

Örlög Guðmundar Þóroddssonar forstjóra REI ráðast þegar leyfi hans lýkur þann 1. apríl n.k.. Þá á hann að taka aftur við forstjórastöðu Orkuveitunnar en samkvæmt heimildum Vísi er síður en svo öruggt að svo verði.

Tekið hart á fíkniefnamáli á Bifröst

„Það verður tekið hart á þessu máli því við líðum ekki þennan ófögnuð hérna," segir Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst um fíkniefnafund lögreglunnar í nemendaíbúðum við háskólann í gærkvöldi.

Góð loðnuveiði við Vestmannaeyjar

Góð loðnuveiði eru nú austan við Vestmannaeyjar, en fá skip eru á miðunum þar sem þau fylla sig á skömmum tíma og eru ýmist á landleið til löndunar, eða á útleið eftir löndun.

Fíkniefni fundust í nemendaíbúðum Háskólans á Bifröst

Fjölmennt lögreglulið úr Borgarfirði, Dölum, fíkniefnalögreglunni í Reykjavík og úr sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt tollgæslumönnum og þremur fíkniefnahundum, gerði húsleilt í þremur nemendaíbúðum við Háskólann á Bifröst í gærkvöldi.

Neita að hafa barið löggur

Litháarnir þrír sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á fíkniefnalögreglumenn á Laugaveginum aðfaranótt 11. janúar neituðu sök í dómsal í gær. Lögreglumennirnir þrír fengu áfallahjálp eftir árásina.

Borgarlögmaður semur drög að svari um REI til umboðsmanns

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að fela borgarlögmanni að semja drög að svari við spurningum frá umboðsmanni Alþingis sem bárust í byrjun vikunnar og snúa að málefnum Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavik Energy Invest.

Eldri borgarar ánægðir með þjónustu Reykjavíkurborgar

Mikill meirihluti eldri borgara, 80 ára og eldri, er ánægður með þá þjónustu sem þeir hljóta hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Capacent Gallup gerði fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Þrjátíu umferðaróhöpp á einum degi

Um þrjátíu umferðaróhöpp urðu frá hádegi í dag og fram að kvöldmat, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mest var um minniháttar árekstra að ræða og slasaðist enginn alvarlega. Að sögn lögreglumanns sem Vísir talaði við er ekki mikið um vanbúna bíla í umferðinni. Hins vegar virðast ökumenn óvanir að keyra í færð eins og þeirri sem hefur verið í dag og gæta þess ekki að hafa nægilega langt bil á milli bíla.

Hægt að spara milljónatugi með láni í erlendri mynt

Hægt er að spara milljónatugi á því að taka lán í erlendri mynt nú þegar kjarasamningar ASÍ og atvinnurekenda heimila fólki að semja um að fá hluta af launum í erlendum gjaldmiðli. Áttatíu þúsund manns hafa nú þessa heimild í sínum samningum.

Íslendingar viðurkenna sjálfstæði Kosovo

Í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Kósóvó frá 17. febrúar síðastliðinn hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að viðurkenna sjálfstæði Kósóvó. Ekki liggur fyrir endanleg ákvörðun um dagsetningu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Segir orkumálafrumvarp minna á Sovétríkin

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýtt orkumálafrumvarp iðnaðarráðherra miðstýringar- og ríkisvæðingarfrumvarp og minna á Sovétríkin. Iðnaðarráðherra sakaði hann um líkja sér við Pútín Rússlandsforseta.

Boðar aðhald í yfirstjórn borgarinnar

Tillaga Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra um aðgerðir til að auka aðhald hjá yfirstjórn borgarinnar samhliða þriggja ára áætlun borgarinnar var samþykkt á fundi borgarráðs í dag.

Vilhjálmur hafði borgarstjórastólinn af Árna Sigfússyni

Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson höfðu komist að samkomulagi þess efnis að Árni tæki við af Davíð Oddssyni þegar hann lét af embætti borgarstjóra árið 1991. Þegar á hólminn var komið hætti Vilhjálmur hins vegar við og því var Markús Örn Antonsson fenginn í starfið. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var er saga þessi rakin og í samtali við Vísi staðfestir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að rétt sé farið með í meginatriðum.

Sexmenningar fengu alls þrettán ár

Hæstiréttur dæmdi í dag sex unga karlmenn í rúmlega þrettán ára fangelsi samanlagt fyrir mikinn fjölda brota sem þeir frömdu að miklu leiti undir áhrifum fíkniefna árið 2006 og 2007.

Borgin á verk Kjarvals

Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli erfingja Jóhannesar Kjarvals á hendur Reykjavíkurborg vegna verka listmálarans.

„Þeir ætluðu að drepa þessa lögreglumenn"

Ungur karlmaður sem varð vitni að árás fjögurra Litháa á rannsóknarlögreglumenn segir greinilegt að mennirnir hafi ætlað að taka þessa ákveðnu lögreglumenn fyrir. Árásin hafi því ekki verið handahófskennd.

Litháar afpláni í Litháen

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði það til við Petras Baguska, dómsmálaráðherra Litháens á fundi þeirra í sendiráði Íslands í Brussel í morgun að Litháar, sem íslenskir dómstólar hafa dæmt til fangavistar, yrðu fluttir til afplánunar í ættlandi sínu.

Umferðarstofa margoft bent á ónógar merkingar

Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir að þar á bæ hafi mönnum borist fjöldi ábendinga um ónógar merkingar við Voga- og Grindavíkurafleggjara, ekki síst frá vegfarendum.

Orkuveitan borar lengstu holu landsins

Orkuveita Reykjavíkur hefur látið bora lengstu holu landsins, 3.111 metra langa. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni að holan hafi verið stefnuboruð af norðurhluta Skarðsmýrarfjalls, undir útivistarsvæðið í Innstadal og er botn borholunnar undir suðurhlíðum Hengilsins. Holan var boruð til að afla gufu fyrir Hellisheiðarvirkjun og lofar hún góðu.

Langflestir skipaðir héraðsdómarar metnir mjög vel hæfir

Aðeins í einu tilviki af fimmtán, þar sem héraðsdómarar hafa verið skipaðir síðastliðin tíu ár, hefur umsækjandi verið metinn hæfur en í ellefu skipti var sá sem skipaður var metinn mjög vel hæfur af matsnefnd. Í þrjú skipti var sá sem skipaður var metinn vel hæfur.

Lögreglumennirnir fengu áfallahjálp eftir árás Litháanna

Aðalmeðferð í máli þriggja Litháa sem sakaðir eru um árás gegn fjórum rannsóknarlögreglumönnum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þrír Litháar eru ákærðir en þeir neita allir sök í málinu. Segjast ekki hafa gert sér grein strax að um lögreglumenn hafi verið að ræða. Lögreglumennirnir fengu áfallahjálp eftir árásina.

Óumflýjanlegt að tilkynna um afnám stimpilgjalda

Það var óumflýjanlegt að tilkynna um afnám stimpilgjalda við kaup á fyrstu íbúð áður en það kemst til framkvæmda, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, þó að það þýði að sumir bíði með sín fyrstu íbúðakaup á meðan.

Tímar óreiðu og óvæginna ummæla Netinu á enda

Allt bendir til þess að tíma óreiðu og óvæginna ummæla á Netinu sé að ljúka að mati prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í bloggmálinu svokallaða vera tímamótadóm.

Ekkert gert til að bæta merkingar við afleggjara

Vegagerðin hefur ekkert gert til að bæta merkingar og hjáleiðir við vegamót Grindavíkur- og Vogavega við Reykjanesbrautina þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar verða langflest slys og óhöpp á Reykjanesbrautinni allri.

Þriggja bíla árekstur á Bústaðavegi

Þriggja bíla árekstur varð á Bústaðavegi nú fyrir hádegið. Einn farþegi var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en hann mun ekki hafa slasast alvarlega.

Leggja áherslu á að loðna fari í frystingu

Loðnuútgerðir og sjómenn leggja nú ofuráherslu að sem mest af takmörkuðum aflaheimildum fari í frystingu til manneldis því gríðarlegur verðmunur er á afurðum eftir vinnslu.

2500 teknir í tollinum í fyrra

Tæplega 2500 manns voru gripnir í tollinum með of mikinn varning á síðasta ári og greiddu þeir rúmar 32 milljónir króna í sektir og aðflutningsgjöld.

Vinnubrögðin við Laugaveg 4 og 6 sögð fáheyrð

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að vinnubrögð núverandi meirihluta borgarstjórnar við Laugaveg 4 og 6 séu fáheyrð þar sem virðing fyrir almannafé og vandaðri stjórnsýslu er gefið langt nef.

Árni aflaði sér ekki nýrra gagna

Árni Mathiesen fjármálaráðherra leitaði sér ekki nýrra gagna þegar hann ákvað að skipa Þorstein Davíðsson sem dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands og gekk þar þvert á álit sérstakrar hæfisnefndar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri - grænna, um málið.

Ekki ástæða til sérstakrar rannsóknar á fangaflugi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir ekki ástæðu til þess að ráðast í sérstaka rannsókn á fangaflugi hér á landi líkt og gert hefur verið í nágrannalöndunum. Ef vísbendingar fáist hins vegar um að íslenskir flugvellir hafi verið notaðir með ólögmætum hætti þá sé ástæða til þess að skoða málið.

Litháarnir bera af sér sakir í héraðsdómi

Aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þriggja Litháa sem ákærðir eru fyrir líkamsárás gegn tveimur lögreglumönnum úr götuhóp fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árásin var gerð þegar hópurinn var við skyldustörf á Laugavegi þann 11. janúar síðastliðinn.

Töfin kostar þrjá milljarða

Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi formaður framkvæmdanefndar um byggingu háskólasjúkrahúss við Hringbraut, segir að töfin sem orðið hefur á framkvæmdinni kosti að minnsta kosti þrjá milljarða króna. Alfreð var settur af þegar Guðlaugur Þór Þórðarson settist í stól heilbrigðisráðherra.

Sjá næstu 50 fréttir