Innlent

Makoni hlýtur stuðning gegn Mugabe forseta

Simba Makoni.
Simba Makoni. MYND/AFP

Simba Makoni fyrrverandi fjármálaráðherra Zimbabwe sem hyggur á að bjóða sig fram gegn Robert Mugabe í forsetakosningum hefur hlotið stuðning lykilstjórnmálamanns í landinu. Dumiso Dabengwa fyrrverandi innanríkisráðherra er fyrsti þungaviktarstjórnmálamaðurinn sem styður framboð Makoni. Hann tilkynnti um stuðning sinn um það leiti sem Makoni er að hrinda kosningabaráttu sinni af stað fyrir forsetakosningarnar 29. mars næstkomandi.

Makoni og Morgan Tsvangirai stjórnarandstöðuleiðtogi bjóða sig fram gegn Robert Mugabe sitjandi forseta. Hann hefur kallað mótframbjóðendur sína „nornir" og „svikahrappa".

Mugabe hefur verið forseti Zimbabwe frá því landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980. Hann vonast til að tryggja sér sjötta kjörtímabilið í kosningunum.

Dabengwa segir að Makoni hafi verið hvattur til að bjóða sig fram gegn forsetanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×