Fleiri fréttir

Rafvirkjalaust á Landspítala innan skamms

Sextán rafvirkjar af átján sem vinna á Landspítalanum hafa sagt upp störfum, sumir hverjir eftir áratuga langt starf, vegna óánægju með launakjör.

Alvarlegar bilanir á flutningskerfi Landsnets í nótt

Alvarlegar bilanir og rekstrartruflanir urðu á flutningskerfi Landsnets í nótt þegar djúp lægð gekk yfir vestanvert landið með ofsaveðri. Fram kemur í tilkynningu frá Landsneti að laust fyrir klukkan tvö hafi Vatnshamralínu 1 slegið út með þeim afleiðingum að spennir fór út í aðveitustöðinni í Laxárvatni við Blönduós auk þess sem einn skáli Fjarðaáls á Reyðarfirði fór út.

Tryggvi áfram umboðsmaður Alþingis

Tryggvi Gunnarsson var endurkjörinn umboðsmaður Alþingis á þingfundi í morgun. Kosning fór fram um mann í embættið og hlaut Tryggi öll greidd atkvæði, eða 55.

300 fermetrar flettust af þaki Austurbæjarskóla

Koparþak flettist af Austurbæjarskóla í óveðrinu í nótt og lentu víðsvegar um Vitastíg. Þakplöturnar flettust af og lenti stór hluti á bifreið sem talin er gjörónýt. Fleiri bílar skemmdust í atganginum og fjórir gluggar á skólanum brotnuðu. Skólastjórinn segir tjónið gríðarmikið en um 300 fermetrar af þakinu fóru.

Enn deilt um þingskapafrumvarp á Alþingi

Þingmenn vinstri - grænna deildu hart á aðra flokka á Alþingi í morgun fyrir að afgreiða frumvarp um breytingar á þingsköpum gegn vilja flokksins. Þingmenn annarra flokka sögðu vinstri - græna hins vegar ekki hafa viljað málamiðlanir í málinu.

Rafmagnsleysi á Vesturlandi

Óveðrið á Vesturlandi hafði í för með sér þónokkrar truflanir á rafmagni í nótt. Rafmagn fór af í Borgarfirði og á Snæfellsnesi um þrjúleytið í nótt vegna truflana á Byggðalínu Landsnets en rafmagn komst á skömmu síðar. Skógarstrandarlína varð rafmagnslaus um svipað leyti og er hún enn straumlaus en vinnuflokkur frá Stykkishólmi er að leita bilunarinnar.

Mikill viðbúnaður vegna óveðurs

Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð út fyrr í kvöld vegna óveðurs sem nú gengur yfir suðvesturhorn landsins. Um 30 björgunarsveitarmenn hafa sinnt sex útköllum, m.a. var þak að losna af húsi við Heiðarbraut, bílskúr að fjúka og festingar undir jólatré gáfu sig, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu .

Jafnréttisráðuneytið mismunar kynjunum

Félagsmálaráðuneytið, ráðuneyti jafnréttismála, borgar konum lægri laun en körlum. Þetta kemur fram í nýrri launakönnun Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Öðruvísi jól eftir eldsvoða

„Jólin hjá okkur verða öðruvísi þetta árið," segir einstæð þriggja barna móðir og eigandi íbúðar sem kviknaði í á Seltjarnarnesinu í morgun.

Freyja Haraldsdóttir er kona ársins

Freyja Haraldsdóttir er kona ársins 2007, segir tímaritið Nýtt líf. Í umfjöllun blaðsins um Freyju segir að hún sé ein af hetjum samtímans. Baráttukona með ríka réttlætiskennd sem hefur helgað líf sitt því að breyta viðhorfum til fólks með fötun og stuðla að því að samfélagið geri ráð fyrir öllum. Fyrst og fremst er hún þakklát fyrir lífið og ákveðin í að njóta þess til hins ýtrasta.

Milljarða kröfur frá ASÍ á ríkisstjórn

Alþýðusambandið vill að ríkið taki upp sérstakan 20 þúsund króna persónuafslátt fyrir þá lægst launuðu, sem kosta myndi ríkissjóð um 14 milljarða króna á ári. Forystumenn ASÍ telja óhjákvæmilegt að ríkisvaldið komi að kjaraviðræðum.

Bílslys í Njarðvík

Þriggja bíla árekstur varð á Njarðarbraut í Njarðvík fyrir stundu, með þeim afleiðingum að ein bifreiðin valt. Talið er að ökumaður stórrar pallbifreiðar hafi sofnað undir stýri og bíllinn farið á öfugan vegahelming.

Slasaðist þegar landfestavír slóst í hann

Að minnsta kosti einn maður slasaðist í Hvalfirðinum um fjögurlítið í dag í dag þar sem finnska olíuflutningaskipið Palva liggur við land. Slinkur kom á landfestavír þegar skipið var að leggja frá landi. Vírinn slóst í handlegg á karlmanni og er talið að hann hafi brotnað. Lögreglan í Borgarnesi segir ekki ljóst á þessari stundu hvort fleiri hafi slasast.

22 þingmenn styðja baráttu Amnesty International

Tuttugu og tveir þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við áætlun Amnesty International um að binda enda á ólöglegt varðhald í stríðinu gegn hryðjuverkum.

Segir seljendur bera ábyrgð á raðhúsavandræðum

Ragnar Magnússon, eigandi Café Oliver, Barsins og Q-bar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Vísi í morgun. Þar var leitt að því líkum að Ragnar gæti átt á hættu að missa veitingastaðina vegna vandræða með raðhúsalengju sem hann ætlaði að setja upp í Café Oliver. Ragnar segir í yfirlýsingu að seljendur beri ábyrgð á raðhúsavandræðunum.

Skólastjóri segir innbrotsþjófa hafa þekkt til í Austurbæjarskóla

Guðmundur Sighvatsson skólastjóri Austurbæjarskóla segir að svo virðist sem innbrotsþjófur eða þjófar sem rændu skólann um helgina hafi þekkt vel til. Þeir hafi til að mynda vitað hvar verðmæti á borð við fartölvur og myndvarpa var að finna í skólanum.

Auðbjörg kaupir eignir Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn

Útgerðarfyrirtækið Auðbjörg ehf. hefur keypt hluta af eignum Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn og þannig tryggt að kvóti Humarvinnslunnar verði áfram í bæjarfélaginu. Óvíst er þó hversu margir fá vinnu í frystihúsi Humarvinnslunnar en þar var öllu starfsfólki sagt upp í lok september.

Geiri á Goldfinger í mál vegna meiðyrða

Meiðyrðamál Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eiganda strippklúbbsins Goldfinger gegn ritstjórum og blaðamönnum Vikunnar og Ísafoldar og viðmælenda Vikunnar verður tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. . Ásgeir krefst þess að ummæli sem voru höfð um hann í greinunum séu dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann tæpra fimm milljóna í skaðabætur auk málskostnaðar og 800 þúsund króna til að kosta birtingu dóms í málinu í þremur dagblöðum.

Vaxandi verðbólga torveldar kjarasamningsgerð

Vaxandi verðbólga á vafalítið eftir að torvelda gerð komandi kjarasamninga en verðbólgan mælist nú 5,9 prósent og hefur hækkað um rúm tvö prósentustig á fjórum mánuðum.

Brunabíla-Ragnar í vandræðum vegna raðhúsalengju

Bareigandinn Ragnar Ólafur Magnússon, sem átti bílana tíu sem brunnu í Vogum á sunnudagsmorgun, gæti átt á hættu að missa barina Café Oliver, Barinn og Q-bar, sem hann keypti í sumar fyrir rúmar 200 milljónir. Ástæðan er sú að hann er í vandræðum með að uppfylla kaupsamning vegna Café Oliver.

Kynferðisbrotum gegn börnum fjölgar um 50%

Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði árið 2006 kemur fram að kynferðisbrotum gegn börnum 14 ára og yngri fjölgaði á árinu um 50% frá meðaltali síðustu fimm ára

Vilja reglur um transfitusýrur hið fyrsta

Neytendasamtökin hafa sent bæði umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra bréf þar sem farið er fram á að íslensk stjórnvöld grípi strax til aðgerða vegna transfitusýra í matvælum.

ASÍ ræðir við ríkisstjórn um aðgerðir í skattamálum

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands ganga á fund ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag til að kynna áherslur ASÍ í væntanlegum viðræðum við stjórnvöld, þar á meðal tillögur um umfangsmiklar aðgerðir í skattamálum til að rétta hlut tekjulægstu hópanna.

Eldur í íbúð á Eiðistorgi

Slökkvilið var kallað út um tíuleytið vegna reyks í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi við Eiðistorg á Seltjarnarnesi.

Sjá næstu 50 fréttir