Innlent

Fimmtíu og fimm fá styrk úr Þjóðhátíðarsjóði

Steindór Andersen og Kvæðamannafélagið Iðunn eru meðal þeirra sem fá hæstu styrkina úr Þjóðhátíðarsjóði.
Steindór Andersen og Kvæðamannafélagið Iðunn eru meðal þeirra sem fá hæstu styrkina úr Þjóðhátíðarsjóði. MYND/Róbert

Úthlutað var 55 styrkjum að fjárhæð rúmar 25 milljónir króna úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir næsta ár eftir því sem segir á vef forsætisráðuneytisins.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja stofnanir og hópa sem vinna að varðveiðslu og vernd menningarminja af ýmsum toga hér á landi. Alls bárust Þjóðhátíðarsjóð 106 umsóknir að fjárhæð 123 milljónir króna en fimm aðilar hlutu hæstu styrkina, eina milljón króna hver.

Það eru Ljósmyndasafnið Ísafirði, Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti í Patreksfirði, Landnámssetur Íslands í Borgarfirði, Kvæðamannafélagið Iðunn og Stofnun Árna Magnússonar. Sérstök úthlutunarathöfn verður í Þjóðmenningarhúsinu af þessu tilefni kl. 13.30 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×