Innlent

Segja að Björn Bjarnason muni hætta á næsta ári

Björn Bjarnason mun hætta á næsta ári samkvæmt heimildum Mannlífs.
Björn Bjarnason mun hætta á næsta ári samkvæmt heimildum Mannlífs.

Í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun er því haldið fram að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætli að hætta á þingi snemma á næsta ári. Tímaritið segist hafa fyrir þessu óyggjandi heimildir.

Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn þar sem meintum innanflokksátökum eru gerð ítarleg skil og rætt við fjölda fólks sem tengist flokknum.

Það hefur lengi heyrst að Björn Bjarnason ætli sér ekki að sitja út allt kjörtímabilið. Meðal annars hefur verið bent á að nokkrir mánuðir eru síðan Þorsteinn Davíðsson lét af störfum sem aðstoðarmaður hans en Björn hefur ekki ráðið eftirmann Þorsteins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×