Innlent

Grímseyjarferja loks í siglingu

Grímseyjarferjan Sæfari fór í reynslusiglingu í morgun eftir margítrekaðar tafir á afhendingu.

Þær skýrast meðal annars af því að skipið var í mun verra ásigkomulagi en talið var þegar það var keypt til landsins og af margvíslegum breytingum sem gerðar voru á meðan á viðgerðartímanum stóð.

Allt þetta hefur helypt upp verðinu, sem er orðið mun hærra en áætlað var og slagar nú langt upp í verð á nýju sambærilegu skipi. Ferjan verður svo formlega afhent í dag en Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði annaðist ednurbyggingu þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×