Innlent

Björn Bjarnason ekki að hætta á þingi

Björn Bjarnason segir það vera hreinan uppspuna að hann hyggist láta af þingmennsku á næsta ári. Í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun er því haldið fram að Björn ætli að hætta á þingi snemma á næsta ári. Tímaritið segist hafa fyrir þessu óyggjandi heimildir. Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn þar sem meintum innanflokksátökum eru gerð ítarleg skil og rætt við fjölda fólks sem tengist flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×