Innlent

Aldrei meiri rafmagnsnotkun en á mánudag

MYND/Vilhelm

Rafmagnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu náði nýjum hæðum á mánudaginn var þegar hún fór í fyrsta sinn yfir 200 megavött.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur má rekja þessa miklu rafmagnsnoktun til umfangsmikilla jólalýsinga ásamt hefðbundinni notkun í atvinnulífinu.

Bent er á í tilkynningunni að fyrra met hafi verið sett 18. desember í fyrra en búast megi við því að nýtt met verði sett fyrir jól, sérstaklega ef kólnar í veðri. Orkuveitan segist vel í stakk búin að mæta auknu álagi nú í jólamánuðinum því fyrir nokkrum vikum hóf fyrirtækið rafmagnsframleiðslu í nýrri vél í Hellisheiðarvirkjun. Fer orkan frá henni alfarið á almennan markað.

Á árum áður var reglan sú að álagstoppurinn var á aðfangadagskvöld. Mörg ár eru frá því það mynstur breyttist og er ástæðan sú að orkunotkun atvinnulífsins vegur orðið miklu þyngra í heildarnotkuninni en rafmagnsnotkun heimilanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×