Innlent

Vilja reglur um transfitusýrur hið fyrsta

MYND/Hilmar Þór

Neytendasamtökin hafa sent bæði umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra bréf þar sem farið er fram á að íslensks stjórnvöld grípi strax til aðgerða vegna transfitusýra í matvælum.

Í bréfinu sem birt er á heimasíðu samtakanna leggja þau til að annaðhvort verði farin svokölluð dönsk leið, það er að takmarka magn tranfitusýra í öllum mat, eða gera líkt og bandarísk yfirvöld og skylda framleiðendur til að merkja magn transfitusýra á umbúðir. Æskilegast væri þó að mati Neytendasamtakanna að slíkar reglur tækju mið af þessu tvennu.

Segja samtökin að það skjóti óneitanlega skökku við að á sama tíma og talað sé um mikilvægi lýðheilsu og forvarna sé íslenskum neytendum gert ómögulegt að forðast þessar skaðlegu fitusýrur. Rannsóknir hafa sýnt að transfitusýrur séu skaðlegar heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×