Innlent

Vaxandi verðbólga torveldar kjarasamningsgerð

Vaxandi verðbólga á vafalítið eftir að torvelda gerð komandi kjarasamninga en verðbólgan mælist nú 5,9 prósent og hefur hækkað um rúm tvö prósentustig á fjórum mánuðum.

Vísitalan neysluverðs mælist nú tæp 282 stig og hækkaði um 0,68 prósent frá nóvember. Fram kemur á vef Hagstofunnar að hærri kostnaður vegna bifreiða, aðallega hærra eldsneytisverð og dýrari bílar, og verðhækkun á mat og drykk hafi stuðlað að hækkun neysluverðsvísitölunnar. Þá hækkaði húsnæðiskostnaður einnig á milli mánaða, bæði vegna hækkunar vaxta og hækkunar á markaðsverði húsnæðis. Verðbólga var 5,2 prósent í síðasta mánuði en hún hefur hækkað stöðugt frá því í ágúst þegar hún var 3,4 prósent.

Vaxandi verðbólga á vafalítið eftir að torvelda komandi samninsgerð á vinnumarkaðnum þar sem samtök launafólks leggja mikla áherslu á að tryggja kaupmátt í nýjum samningum. Það er hins vegar erfitt í vaxandi verðbólgu, samanber að verðbólgan hefur farið langt með að éta upp kaupmáttaraukningu undanfarinna missera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×