Innlent

Einkaneysla jókst um 7,5 prósent á þriðja ársfjórðungi

MYND/GVA

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 4,3 prósent að raungildi á þriðja ársfjórðungi þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Þetta sýnir ný samantekt Hagstofu Íslands.

Þar kemur einnig fram að einkaneysla hafi aukist um 7,5 prósent og og samneysla um þrjú prósent. Fram kemur í tölunum að einkaneyslan sé drifin áfram af bílakaupum sem jukustu um tæplega 40 prósent á þriðja ársfjórðungi en nánast allir liðir einkaneyslunnar jukust.

Hins vegar dróst fjárfesting saman um tæplega fimm prósent, en þegar nánar er rýnt í tölurnar kemur í ljós að fjárfesting atvinnuveganna dróst saman um 11,5 prósent en fjárfesting hins opinbera jókst hins vegar um hátt í sex prósent.

Þjóðarútgjöld jukust um rúmlega tvö prósent á tímabilinu miðað við sama tíma í fyrra. Útflutningur á þriðja ársfjórðungi jókst um sjö prósent en innflutningur um tvö sem þýðir að það dró úr viðskiptahalla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×