Innlent

Þremur bjargað með harðfylgi af Steingrímsfjarðarheiði

Björgunarsveitarmenn frá Hólmavík brutust í stórhríð og stormi í nótt upp á Steingrímsfjarðarheiði og sótti þrjá menn, sem sátu þar í föstum bíl sínum.

Þeir gátu hringt eftir hjálp því GSM samband er nýlega komið á svæðið. Öðrum kosti hefðu þeir að líkindum þurft að hírast í bílnum fram á dag, þar sem engin umferð var í nótt vegna veðurs.

Seint í nótt snéri vindurinn sér á norðanverðum Vestfjörðum og geysar þar nú stórviðri. Stór aftanívagn af dráttarbíl, fauk um 500 metra og braut niður ljósastaur á leið sinni og annar eins vagn fauk um koll.

Mikil úrkoma hefur líka verið vestra í nótt og varar Vegagerðin við grjóthruni á Óshlíðarveginn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×