Innlent

Bílslys í Njarðvík

Frá slysstað nú undir kvöld.
Frá slysstað nú undir kvöld. Mynd/ Víkurfréttir/Ellert

Þriggja bíla árekstur varð á Njarðarbraut í Njarðvík fyrir stundu, með þeim afleiðingum að ein bifreiðin valt. Talið er að ökumaður stórrar pallbifreiðar hafi sofnað undir stýri og bíllinn farið á öfugan vegahelming.

Hann skall framan á litla Toyota bifreið sem valt og endaði svo framan á annarri bifreið sem keyrði á eftir Toyotunni. Kona sem ók Toyota bifreiðinni var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Þeir sem voru í hinum bifreiðunum slösuðust ekki alvarlega




Fleiri fréttir

Sjá meira


×