Innlent

22 þingmenn styðja baráttu Amnesty International

Frá Guantanamo-búðunum.
Frá Guantanamo-búðunum. MYND/Reuters

Tuttugu og tveir þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við áætlun Amnesty International um að binda enda á ólöglegt varðhald í stríðinu gegn hryðjuverkum.

Íslandsdeild samtakanna sendi þingmönnum beiðni þar að lútandi í byrjun okótber en markmiðið er að þúsund þingmenn frá öllum heimshornum leggi áætluninni lið.

Meðal þess sem samtökin leggja áherslu á í baráttu sinni er að Bandaríkin loki Guantanamo-búðunum og leynifangelsum og að öllum föngum í stríðinu gegn hryðjuverkum verði að sleppa nema þeir verði ákærðir og fái sanngjörn réttarhöld.

Íslandsdeild Amnesty International bendir á nýlega skýrslu utanríkisráðuneytisins þar sem fram kemur að um Ísland hafi farið fjölmargar vélar sem tengst hafa leynilegum flutningum grunaðra til landa þar sem þeir gætu sætt pyndingum og annarri illri meðferð.

„Íslandsdeild Amnesty International telur að það sé löngu tímabært að íslensk stjórnvöld og þingheimur allur fordæmi með afdráttarlausum hætti "mannshvörf", pyndingar og önnur gróf mannréttindabrot sem framin eru í hinu svokallaða "stríði gegn hryðjuverkum" og krefjist þess að bandarísk yfirvöld bindi enda á ólöglegt varðhald og önnur mannréttindabrot" segir í tilkynningu Amnesty.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×