Innlent

Fundu 450 steratöflur hjá karli á Akureyri

MYND/KK

Lögreglan á Akureyri fann í gær rúmlag 450 steratöflur og þrjár ampúlur heima hjá ungum manni sem handtekinn var í gær.

Lögreglan hafði fundið 16 grömm af meintu amfetamíni í fórum  mannsins og gerði því húsleit hjá honum. Ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn vegna þess að hann var í annarlegu ástandi.

Þá stöðvaði lögreglan á Akureyri bíl í úthverfi Akureyrar á þriðjudag vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þrír piltar um tvítugt voru í bifreiðinni og við leit í henni og á þeim kom í ljós að tveir þeirra voru með nokkur grömm af kannabisefnum í fórum sínum auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu. Þremenningarnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu og látnir lausir að því loknu og telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×