Innlent

Segir seljendur bera ábyrgð á raðhúsavandræðum

Ragnar Magnússon segir í yfirlýsingu að engin hætta sé á að hann missi barina þrjá sem hann keypti í sumar.
Ragnar Magnússon segir í yfirlýsingu að engin hætta sé á að hann missi barina þrjá sem hann keypti í sumar. MYND/ANTON BRINK

Ragnar Magnússon, eigandi Café Oliver, Barsins og Q-bar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Vísi í morgun. Þar var leitt að því líkum að Ragnar gæti átt á hættu að missa veitingastaðina vegna vandræða með raðhúsalengju sem hann ætlaði að setja upp í Café Oliver. Ragnar segir í yfirlýsingu að seljendur beri ábyrgð á raðhúsavandræðunum.

Leiðrétting frá Ragnari Magnússyni vegna fréttar á Visi.is um að hann gæti átt á hættu að missa barina Café Oliver, Barinn og Q-bar, sem hann keypti í sumar, vegna vandræða með að uppfylla kaupsamning um þá:

Ragnar hefur að fullu staðið við samning sinn um kaup ofangreindra veitingastaða. Samkvæmt samningi Ragnars við seljendur veitingastaðanna áttu þeir síðarnefndu að taka lán út á raðhúsin og hafði Ragnar framselt lánagreiðslurnar til byggingaverktakans. Þegar til kom gátu seljendur veitingastaðanna ekki aflað þess lánsfjármagns sem þeim bar. Af þeim ástæðum lýsti verktakinn því yfir, að hann teldi sig knúinn að rifta kaupunum, enda fyrirséð að kaupverðið fengi hann ekki greitt af ástæðum sem seljendur veitingastaðanna bera ábyrgð á. Seljendur veitingastaðanna, fyrrum eigendur Café Olivers, geta eðli málsins samkvæmt ekki átt kröfur á hendur Ragnari vegna eigin vanefnda á samningi sínum við hann.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×