Innlent

Breytingar gerðar á þingskapafrumvarpinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgir Ármannsson er formaður allsherjarnefndar.
Birgir Ármannsson er formaður allsherjarnefndar.

Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis komst í kvöld að niðurstöðu um breytingartillögur á frumvarpi um þingskapalög.

Að sögn Birgis Ármannssonar er lagt til að fernskonar breytingar verði gerðar. Í fyrsta lagi að ræðutími við umræður um fjárlagafrumvarpið verði tvöfaldur miðað við önnur frumvörp, nema að annað sé ákveðið sérstaklega. Í öðru lagi að jafna ræðutíma ráðherra og þingmanna í annarri umræðu. Í þriðja lagi að við aðra umræðu verði fyrsta ræða þingmanns allt að 20 mínútur að lengd í stað 15. Önnur ræða verði 10 mínútur í stað 5 og að menn geti haldið fimm mínútna ræður eins oft og þeir vilja. Fjórða breyitingatillagan er sú að í starfsáætlun þingsins verði gert ráð fyrir sérstökum dögum þar sem hægt sé að halda lengri þingflokksfundi.

„Það samþykktu allir flokkar breytingatillögurnar nema VG og við munum leggja til að frumvarpinu verði vísað til næstu umræðu. Breytingarnar eru gerðar til að koma til móts við sjónarmið VG og það eru því vonbrigði að þeir skuli ekki treysta sér að styðja frumvarpið eftir að þær hafa verið gerðar," segir Birgir.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×