Fleiri fréttir

Sýkna og sakfelling í Héraðsdómi Austurlands

Dómur féll í tveimur líkamsárásarmálum í Hérðasdómi Austurlands í dag. Í fyrra málinu var 19 ára karlmaður sýknaður af ákærum um að hafa skallað mann í andlitið fyrir utan dansleik sem haldin var í félagsheimilinu Valhöll á Eskiferði síðasta sumar.

Tillögur borgarstjóra í manneklumálum samþykktar

Borgaráð samþykkti á aukafundi í dag tillögur borgarstjóra um að leggja um 790 milljónir króna til aðgerða meðal annars til að gera Reykjavíkurborg að eftirsóknarverðari vinnustað eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Ekki lengur í haldi vegna smyglskútumáls

Maðurinn sem handtekinn var á mánudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um tengsl við smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði er laus úr haldi lögreglu.

Sakfelldur fyrir kannabisrækt

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að að greiða 120 þúsund krónur í sekt fyrir fyrir kannabisrækt og vörslu fíkniefna. Lögreglan gerði húsleit hjá manninum í maí síðastliðnum og fann þar fimm kannabisjurtir og lítilræði af amfetamíni og kannabis.

Gjaldkeri grunaður um fjárdrátt á fleiri stöðum

Svæðisskrifstofa Vesturlands er nú að kanna bókhaldið hjá Fjöliðjunni á Akranesi en grunur leikur á að ekki sé allt með felldu í bókhaldinu þar. Hefur Ríkisendurskoðun verið fengin til ráðgjafar af þeim sökum. Forstöðumaður Fjöliðjunnar er fyrrverandi gjaldkeri ÍA en félagið hefur kært hann fyrir fjárdrátt eins og kunnugt er af fréttum í Vísi.

Fjörutíu og fjórar LSD-töflur í fangaklefa á Litla-Hrauni

Fangi á Litla-Hrauni var í dag dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt fyrir að geyma fíkniefni í klefa sínum. Við klefaleit í maí síðastliðnum framvísaði maðurinn rúmu einu og hálfu grammi af kókaíni og 44 skömmtum af LSD.

Fyrrverandi meindýraeyðir dæmdur fyrir vopnalagabrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot með því að hafa í fórum sínum fjölmargar byssur án þess að geyma þær í læstum hirslum eins og lög gera ráð fyrir.

Össur og REI-toppar með skrúfuvél

Það verður ekki einkaþota heldu tveggja hreyfla skrúfuvél sem flytja mun Össur Skarphéðinsson og forráðamenn REI á milli Jakarta og Manila í næstu viku. Vélin er tekin á leigu í Jakarta í þessu skyni.

Landsbjörg skilji að samkeppnisrekstur og björgunarstarfsemi

Samkeppniseftirlitið hefur lagt fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu að skilja að fjárhagslega alla starfsemi félagsins sem rekin er í samkeppni við aðila á markaði annars vegar og almenna björgunar- og slysavarnastarfsemi hins vegar.

Misskilningur að Geir hafi slitið fundinum

Marta Guðjónsdóttir formaður Varðar segir það vera misskilning að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi slitið fundi félagsins í gærkvöldi eftir ávarp sitt. "Hann impraði aðeins á því í lokin hvort ekki ætti að segja þetta gott," segir Marta. "En ég stökk til að dyrunum og sagði að fundurinn héldi áfram eins og til stóð."

Ný Biblíuþýðing ekki eins karllæg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók við fyrsta eintaki nýrrar útgáfu Biblíunnar við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í dag. Biblían er ekki eins karllæg og hún var áður segir einn aðalþýðandi hennar.

Sættir í Sjálfstæðisflokknum?

REI-málið og upplausn meirihlutans í Reykjavík hefur verið afar erfitt mál fyrir flokkinn segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri. Hann segir sátt hafa náðst á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í gær. Bréf sem sent var Agli Helgasyni, fjölmiðlamanni bendir þó til annars.

Fundað um tillögur til lausnar manneklu

Nú stendur yfir aukafundur í borgarráði þar sem afgreiða á tillögu nýja meirihlutans um að leggja 796 milljónir krónar í að leysa manneklu á leikskólum, í grunnskólum, á frístundaheimilum og í þjónustu við aldraða í borginni.

Selalýsi hefur lækningamátt

Rannsóknir hafa leitt í ljós að hægt er að nota selalýsi til lækninga. Nýjar rannsóknir sýna að selalýsi og einnig hvalalýsi gagnast vel til að meðhöndla þarmabólgur. Þetta kemur fram á vefsíðunni Norden.org

Ekki vitað hvort olíutankar NATO séu nýtanlegir

Fjármálaráðherra hefur lagt fram svör við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG, um sölu fyrrum NATO-eigna í Hvalfirði. Í svörunum kemur m.a. fram að sSeljandi hefur hvorki látið kanna hvort umræddar eignir uppfylla skilyrði hlutaðeigandi stjórnvalda um geymslu á olíu né hvort leyfi fæst til að geyma olíu eða önnur mengandi efni í umræddum geymum.

Upplýsingafulltrúi aðstoðar Breiðavíkurdreng

Þór Jónsson upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að hann muni aðstoða Breiðavíkurdrenginn Guðmund Gissurarson við að fá öll gögn sem til eru um hann í skjalasafni Kópavogsbæjar. Fram kom í frétt Vísi í gær að Guðmundur hefði gengið ritskoðaða skýrslu um sig frá barnaverndarnefnd Kópavogs. Þetta var misskilningur því þarna var um að ræða gögn úr fundargerðum nefndarinnar frá árinum 1964 og 1965.

Olíuleit við Jan Mayen í engu samræmi við stefnu Íslands

Það stangast á við stefnu Íslands í loftlagsmálum að hefja olíuleit á Drekasvæðinu við Jan Mayen að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann segist vera sammála norsku náttúruverndarsamtökunum í málinu. Fram kom norska ríkissjónvarpinu í gær að bæði norsku náttúruverndarsamtökin og norska umhverfisstofnunin telji að olíuvinnsla á svæðinu geti stefnt lífríkinu þar í hættu.

Björn Ingi stakk rýting í bak borgarstjóra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í grein í Morgunblaðinu í dag að Björn Ingi Hrafnsson hafi kosið að stinga rýtingi í bak fyrrum borgarstjóra Vilhjálms Vilhjálmssonar.

Varðskip kom með Erling KE til hafnar í nótt

Varðskip kom með fiskiskipið Erling KE til Hafnarfjarðar um fjögur leitið í nótt, eftir að hafa dregið það til lands í miklu hvassviðri og töluverðum sjógangi. Vélin bilaði í Erlingi þegar skipið var statt suðaustur af Malarrifi í gær.

Stóð úti á svölum og öskraði

Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsi í Kópavogi upp úr miðnætti, þar sem kona var út á svölum og öskraði. Hún tjáði lögreglumönnunum að hún birgði svo mikla reiði inni í sér að hún yrði að öskra, hverju sem tautaði og raulaði.

Hverjir eru mennirnir í Fáskrúðsfjarðarmálinu?

Fáskrúðsfjarðarmálið er eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fjöldi lögreglumanna hefur unnið að málinu í meira en eitt ár. Rannsóknin náði hámarki þegar hópur sérsveitarmanna gerði atlögu að seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september síðastliðinn, en skútan sigldi hingað til lands með metmagn af amfetamíni og e-pillur innanborðs.

Vilhjálmur: Ekki boðið upp á meirihlutasamstarf án mín

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti D-listans í borgarstjórn, sagði eftir fund sjálfstæðismanna í kvöld að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki boðið upp á meirihlutasamstarf við aðra flokka án sín.

Tölva styttir ferðatíma um götur Reykjavíkur

Ferðatími um götur borgarinnar styttist með nýjum tölvum sem tekið hafa yfir stjórn umferðarljósa á helstu gatnamótum. Tölvurnar skynja umferðarþungann og skipta yfir í grænt og rautt til að skapa sem best flæði.

Dómur yfir fyrrverandi starfsmanni ÍE þyngdur

Hæstiréttur dæmdi í dag fyrrverandi starfsmann Íslenskrar erfðagreiningar, Jesus Sainz, í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ólöglega afritun á gögnum í eigu ÍE í júní í fyrra.

Tæplega 500 Pólverjar á Íslandi á kjörskrá

Tæplega fimm hundruð Pólverjar, búsettir á Íslandi, ætla að kjósa í pólsku þingkosningunum á sunnudag. Þetta er samt aðeins einn af hverjum tíu Pólverjum sem eru búsettir hér.

Burt með kvóta á innfluttar landbúnaðarvörur

Innflytjendur á ostum eru ósáttir við landbúnaðarráðherra og segja allt of skammt gengið í breytingum á tollkvótum fyrir innfluttar landbúnaðarvörur. Breytingarnar eiga að tryggja að innflytjendur geti ekki boðið í kvóta til þess eins að halda honum frá samkeppnisaðilum. Innflytjendur á erlendum gæðaostum segja að kvóti sé úrelt aðferð til að stýra neyslu og hann bitni bara á neytendum.

769 milljónir í starfsmannamál borgarinnar

Dagur B. Eggertsson, nýr borgarstjóri Reykjavíkur, lagði í dag fram tillögur í borgarráði til aðgerða í starfsmannamálum borgarinnar. Gangi tillögur Dags eftir mun 769 milljónum króna verða veitt í þennan málaflokk á þessu ári og því næsta.

Páll Gunnar víki sæti í rannsókn á mjólkurfélögum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á þá kröfu Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjörsölunnar og Auðhumlu um að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, víki sæti við meðferð stofnunarinnar á máli fyrirtækjanna.

Skrifstofustúlkan vann veðmálið

715 umsóknir bárust Tæknideild Kópavogsbæjar þegar lóðir í Vatnsendahlíð voru auglýstar nú á dögunum. Skipulagsstjóri Kópavogsbæjar segir að þar á bæ séu menn ánægðir með fjölda umsókna þrátt fyrir að þær séu töluvert færri en þegar úthlutað var í Þingahverfi á Vatnsendandum. Þá sóttu um 3000 manns um lóð.

Össur í leiguvél REI - Ráðuneytið borgar reikninginn

Eins og fram kom á Vísi í dag fer Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra með sendifulltrúum REI til Indónesíu og Filippseyja um helgina þar sem fram munu fara viðræður í tengslum við tugmilljarða verkefni á sviði jarðvarma

Engar breytingar á samþykktum HS án aðkomu allra eigenda

Bæjarráð Hafnarfjarðar ítrekar á grundvelli hluthafasamkomulags milli fjögurra stærstu hluthafa Hitaveitu Suðurnesja frá því í sumar að engar breytingar verði gerðar á samþykktum og félagslegri stöðu fyrirtækisins án aðkomu allra eigenda þess.

Breiðavíkurdrengur fékk ritskoðaða skýrslu frá barnavernd

Guðmundur Gissurarson, einn af Breiðavíkurdrengjunum, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við barnaverndarnefnd Kópavogs. Hann sendi inn beiðni um að fá skýrslu nefndarinnar um dvöl sína í Breiðavík og ástæður þess að hann var sendur þangað. Eftir nokkrun tíma fékk hann fjórar síður af 60 og voru þær þar að auki ritskoðaðar.

Ár liðið frá brotthvarfi hersins

Heildarvelta Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli það ár sem íslensk stjórnvöld hafa stýrt honum er áætluð um 2,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugmálastjórninni.

Sjá næstu 50 fréttir