Tölva styttir ferðatíma um götur Reykjavíkur 18. október 2007 19:33 Ferðatími um götur borgarinnar styttist með nýjum tölvum sem tekið hafa yfir stjórn umferðarljósa á helstu gatnamótum. Tölvurnar skynja umferðarþungann og skipta yfir í grænt og rautt til að skapa sem best flæði.Menn aka ekki lengi um götur Reykjavíkur án þess að lenda á rauðu ljósi enda er 116 gatnamótum í borginni stjórnað með umferðarljósum. Til að stytta biðtímann hafa grænu bylgjurnar lengi verið við lýði sem gefa til dæmis færi á að aka alla Sæbrautina á grænu ljósi ef vissum hraða er haldið. Græna bylgjan á Sæbraut miðar við 57 kílómetra hraða, á Bústaðavegi í Fossvogi er best að halda 50 kílómetra hraða, á Höfðabakka þarf 58 kílómetra hraða til að halda grænu bylgjunni, sama hraða þarf á Sæbraut við miðborgina, á Bústaðavegi við Öskuhlíð þarf 50 kílómetra hraða, bylgjan á Breiðholtsbraut miðar við 58, Hringbraut og Miklubraut 57, Kringlumýrarbraut 60, og á Suðurlandsbraut er miðað við 50 kílómetra hraða. Stýring ljósanna hefur fram til þessa verið forrituð fyrirfram í kassa á hverjum gatnamótum en nú er búið að tengja stjórnkassana saman með ljósleiðara inn í eina tölvu. Sú er læst niðri í kjallara í Skúlatúni tvö í eldtraustu rými. Við þessa einu tölvu er þegar búið að tengja 36 gatnamót í Reykjavík og þrenn í Hafnarfirði. Til að tölvan þjóni ökumönnum sem best hafa nemar verið fræstir niður í malbikið út um alla borg sem mata tölvuna samstundis á upplýsingum um bílafjöldann hverju sinni. Ef tölvan skynjar vaxandi umferðarþunga bregst hún við með því að láta grænu bylgjuna lifa lengur á viðkomandi umferðaræðum til að lágmarka biðtíma ökumanna. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Ferðatími um götur borgarinnar styttist með nýjum tölvum sem tekið hafa yfir stjórn umferðarljósa á helstu gatnamótum. Tölvurnar skynja umferðarþungann og skipta yfir í grænt og rautt til að skapa sem best flæði.Menn aka ekki lengi um götur Reykjavíkur án þess að lenda á rauðu ljósi enda er 116 gatnamótum í borginni stjórnað með umferðarljósum. Til að stytta biðtímann hafa grænu bylgjurnar lengi verið við lýði sem gefa til dæmis færi á að aka alla Sæbrautina á grænu ljósi ef vissum hraða er haldið. Græna bylgjan á Sæbraut miðar við 57 kílómetra hraða, á Bústaðavegi í Fossvogi er best að halda 50 kílómetra hraða, á Höfðabakka þarf 58 kílómetra hraða til að halda grænu bylgjunni, sama hraða þarf á Sæbraut við miðborgina, á Bústaðavegi við Öskuhlíð þarf 50 kílómetra hraða, bylgjan á Breiðholtsbraut miðar við 58, Hringbraut og Miklubraut 57, Kringlumýrarbraut 60, og á Suðurlandsbraut er miðað við 50 kílómetra hraða. Stýring ljósanna hefur fram til þessa verið forrituð fyrirfram í kassa á hverjum gatnamótum en nú er búið að tengja stjórnkassana saman með ljósleiðara inn í eina tölvu. Sú er læst niðri í kjallara í Skúlatúni tvö í eldtraustu rými. Við þessa einu tölvu er þegar búið að tengja 36 gatnamót í Reykjavík og þrenn í Hafnarfirði. Til að tölvan þjóni ökumönnum sem best hafa nemar verið fræstir niður í malbikið út um alla borg sem mata tölvuna samstundis á upplýsingum um bílafjöldann hverju sinni. Ef tölvan skynjar vaxandi umferðarþunga bregst hún við með því að láta grænu bylgjuna lifa lengur á viðkomandi umferðaræðum til að lágmarka biðtíma ökumanna.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira