Innlent

Skrifstofustúlkan vann veðmálið

MYNd/Vilhelm

715 umsóknir bárust Tæknideild Kópavogsbæjar þegar lóðir í Vatnsendahlíð voru auglýstar nú á dögunum. Skipulagsstjóri Kópavogsbæjar segir að þar á bæ séu menn ánægðir með fjölda umsókna þrátt fyrir að þær séu töluvert færri en þegar úthlutað var í Þingahverfi á Vatnsendandum. Þá sóttu um 3000 manns um lóð.

„Við höfum haft það fyrir sið hér á skrifstofu bæjarskipulagsins að veðja um það hver geti giskað sem næst á fjölda umsókna," segir Smári Smárason, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar. Í þetta sinn var það skrifstofustúlkan Sigríður Gunnarssdóttir sem komst næst tölunni og hlaut að launum rauðvínsflösku.

Skipulagsstjórinn sjálfur var nokkuð frá því að giska rétt. „Það munaði um 60 umsóknum á því sem ég spáði og því sem barst en ég giskaði á að heldur færri myndu skila inn umsókn." Gert er ráð fyrir um 650 íbúðum á svæðinu.

Að sögn Smára er komið annað hljóð í strokkinn í lóðamálum en þegar 3000 sóttu um lóðir á Vatnsenda á sínum tíma. „Nú er staðan önnur og lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu er mun meira en það var þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×