Dæmdar 26 milljónir króna í bætur vegna mistaka í fæðingu 18. október 2007 16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða þrettán ára fötluðum dreng rúmar 26 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem urðu við fæðingu hans. Á 41. viku meðgöngu móður kom í ljós að nær ekkert legvatn var til staðar, fóstrið sýndi smávægileg vaxtarfrávik og móðirin var með of háan blóðþrýsting. Hún var lögð inn tveimur dögum síðar og til að framkalla fæðingu og var drengurinn á endanum tekinn með keisaraskurði. Í aðdraganda fæðingarinnar fékk drengurinn fósturköfnun og þá féll blóðsykur hans fljótlega eftir fæðingu. Fljótlega fór svo að bera á heilsufarsvandamálum og þroskafrávikum hjá drengnum og var varanleg örorka hans metin 100 prósent. Hæstiréttur taldi að leggja yrði til grundvallar, meðal annars vegna ófullnægjandi skráninga, að mistök hefðu orðið í aðdraganda fæðingarinnar og að íslenska ríkið bæri fébótaábyrgð á þeim afleiðingum sem taldar yrðu stafa af fósturköfnun. Matsmenn og læknaráð töldu að fleiri atriði en fósturköfnun í aðdraganda fæðingar kynnu að vera orsök fyrir fötlun drengsins. Taldi Hæstiréttur enn fremur að sönnunarbyrðin fyrir því að drengurinn hefði allt að einu orðið fyrir tjóni þótt engin mistök hefðu verið gerð hvíldi á íslenska ríkinu en ríkið hefði ekkert gert til að axla þá sönnunarbyrði. Þar sem ekki þótti fært að láta drenginn gjalda fyrir ófullnægjandi sönnunarfærslu með því að ákveða bætur að álitum var skaðabótaskylda vegna alls þess tjóns sem fötlunin hafði valdið drengnum felld á íslenska ríkið. Þegar litið var til þess að drengurinn yrði til frambúðar háður aðstoð annarra um helstu athafnir daglegs lífs þótti rétt að hækka miskabætur honum til handa um 35 prósent. Héraðsdómur hafði dæmt dregnum um 12 milljónir króna í bætur. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða þrettán ára fötluðum dreng rúmar 26 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem urðu við fæðingu hans. Á 41. viku meðgöngu móður kom í ljós að nær ekkert legvatn var til staðar, fóstrið sýndi smávægileg vaxtarfrávik og móðirin var með of háan blóðþrýsting. Hún var lögð inn tveimur dögum síðar og til að framkalla fæðingu og var drengurinn á endanum tekinn með keisaraskurði. Í aðdraganda fæðingarinnar fékk drengurinn fósturköfnun og þá féll blóðsykur hans fljótlega eftir fæðingu. Fljótlega fór svo að bera á heilsufarsvandamálum og þroskafrávikum hjá drengnum og var varanleg örorka hans metin 100 prósent. Hæstiréttur taldi að leggja yrði til grundvallar, meðal annars vegna ófullnægjandi skráninga, að mistök hefðu orðið í aðdraganda fæðingarinnar og að íslenska ríkið bæri fébótaábyrgð á þeim afleiðingum sem taldar yrðu stafa af fósturköfnun. Matsmenn og læknaráð töldu að fleiri atriði en fósturköfnun í aðdraganda fæðingar kynnu að vera orsök fyrir fötlun drengsins. Taldi Hæstiréttur enn fremur að sönnunarbyrðin fyrir því að drengurinn hefði allt að einu orðið fyrir tjóni þótt engin mistök hefðu verið gerð hvíldi á íslenska ríkinu en ríkið hefði ekkert gert til að axla þá sönnunarbyrði. Þar sem ekki þótti fært að láta drenginn gjalda fyrir ófullnægjandi sönnunarfærslu með því að ákveða bætur að álitum var skaðabótaskylda vegna alls þess tjóns sem fötlunin hafði valdið drengnum felld á íslenska ríkið. Þegar litið var til þess að drengurinn yrði til frambúðar háður aðstoð annarra um helstu athafnir daglegs lífs þótti rétt að hækka miskabætur honum til handa um 35 prósent. Héraðsdómur hafði dæmt dregnum um 12 milljónir króna í bætur.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira