Innlent

Ekki vitað hvort olíutankar NATO séu nýtanlegir

Fjármálaráðherra hefur lagt fram svör við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG, um sölu fyrrum NATO-eigna í Hvalfirði. Í svörunum kemur m.a. fram að seljandi hefur hvorki látið kanna hvort umræddar eignir uppfylla skilyrði hlutaðeigandi stjórnvalda um geymslu á olíu né hvort leyfi fæst til að geyma olíu eða önnur mengandi efni í umræddum geymum.

Umræddar eignir ríkisins í Hvalfirði verða seldar í því ástandi sem þær eru í við afhendingu til kaupanda. Þá kemur einnig fram að eignirnar eru ekki skráðar í Landskrá fasteigna enda voru fasteignir á fyrrum varnarsvæðum undanþegnar slíkri skráningu. Stofnskjal hefur verið gefið út fyrir umrædda lóð og liggur það hjá byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar til afgreiðslu.

Hvað hugsanlega mengun frá olíutönkunum varðar segir í svari fjármálaráðherra að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafi upplýst að því hafi á sínum tíma verið gert viðvart um að lekið hafi úr hálfniðurgröfnum olíutanki á svæðinu fyrir nokkrum árum.

Sýni voru tekin úr grunnvatni árið 2002 og greindist ekkert óeðlilegt í þeim. Það er afstaða Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að jarðvegs- og grunnvatnsmengun sé minniháttar. Heilbrigðiseftirlitið telur að það muni ekki á neinn hátt hamla nýtingu svæðisins, hvorki hvað varðar mannvirkjagerð í framtíðinni né nýtingu svæðisins til útivistar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×