Fleiri fréttir

Unglingar hætta lífinu til að stelast í heitan pott í Spönginni

Líkamsræktarstöðin World Class er með stóran nuddpott á þaki verslunarmiðstöðvarinnar í Spönginni í Grafarvogi. Svo virðist sem potturinn sé orðinn býsna vinsæll griðastaður meðal unglinga í hverfinu, ekki meðan opið er, heldur í skjóli nætur.

Mikill fjöldi lögreglumanna segir upp störfum

Tvöfalt fleiri lögreglumenn hafa sagt upp störfum það sem af er árinu en báðust lausnar allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn séu óánægðir meðal annars með samruna lögregluembætta.

Fá hlutabréf sín gerð upp í evrum í Kauphöll Íslands

Fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands geta á næstu vikum fengið hlutabréf sín skráð í evrum. Íslenskir fjárfestar þurfa þá að kaupa evrur vilji þeir fjárfesta í þeim. Óljóst er hvaða áhrif þetta hefur á íslensku krónuna, segir framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands.

Þakkar íslenskum bréfriturum lífgjöfina

Eduardo Grutzky fyrrum samvisku fangi í Argentínu segist vera lifandi af því að fyrir þrjátíu árum hafi nokkrir Íslendingar skrifað bréf til fangelsisstjóra í Argentínu. Nú er hann á Íslandi til að þakka fyrir lífgjöfina.

Íslenskir vísindamenn reyna að binda koltvísýring við basalt

Íslenskir vísindamenn eru að þróa aðferð til þess að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum með því að dæla koltvísýringi í jarðlög. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi niður í basaltbergið á fjögur til átta hundruð metra dýpi.

Segir framsal vatnsréttinda stjórnarskrárbrot

Álfheiður Ingadótttir, þingmaður Vinstri - grænna, telur að framsal þriggja ráðherra á vatnsréttindum í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar sé skýrt brot á stjórnarskránni enda hafi ekki verið leitað lagaheimildar fyrir því. Hún segir það siðleysi og fordæmalausa ósvífni af hálfu fyrrverandi ríkisstjórnar að gera þetta án nokkurs fyrirvara.

Byrjað að dreifa fríkortum í strætó

Byrjað var að dreifa fríkortum í strætó í gær. Nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fengu fyrstu kortin afhent og mynduðust langar biðraðir eftir þeim, segir Gunnar Hersveinn, upplýsingafulltrúi Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar.

Ríkisendurskoðun skoði vatnsréttindasamning

Þingflokkur Vinstri - grænna hefur óskað eftir því við Ríkisendurskoðun að hún fari ofan í saumana á samningi íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár og kanni hvort sá gerningur fái staðist. Í samningnum kemur fram að Landsvirkjun hafi 15 ár til að biðja um virkjanaleyfi á þessum slóðum.

Endurtekið efni hjá dönskum umhverfissamtökum

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða kemur upp og ekkert nýtt í þessu," segir Ólafur Haukur Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Ó.Johnson & Kaaber sem flytur inn Colgate-tannkrem. Danskir miðlar greina frá því í dag að tvær tegundir Colgate-tannkrems hafi að geyma efnið triclosam sem sé umhverfisskaðlegt.

Flugvél Icelandair gat ekki lent

Farþegum í flugvél Icelandair brá í brún þegar vélin kom frá Portúgal í nótt. Þegar vélin var í aðflugi varð að hætta við lendingu og hringsólaði vélin í háloftunum í 30 mínútur vegna þess að flugbrautin var ljóslaus.

Opnunartíma skemmtistaða verður ekki breytt

Á fundi sem lögreglustjóri og borgaryfirvöld héldu með veitingamönnum í miðbænum í Rúgbrauðsgerðinni í dag kom m.a. fram að engin áform eru uppi um að breyta opnunartíma skemmtistaða. Fundurinn var mjög fjölsóttur og gat Stefán Eiríksson lögreglustjóri þess raunar í inngangsorðum sínum að fleiri væru mættir en boðaðir voru.

150 gripnir við hraðakstur í Hvalfjarðargöngum í vikunni

Liðlega 150 manns hafa verið staðnir að hraðakstri í Hvalfjarðargöngum það sem af er vikunni en brot þeirra náðust á hraðamyndavél. Eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni var meðalhraði hinna brotlegu tæplega 84 kílómetrar á klukkustund en leyfður hámarkshraði í göngunum er 70.

Samkomulagið var gert korteri fyrir kosningar

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfestir að samkomulag um vatnsréttindi hafi verið gert við ríkisstjórnina skömmu fyrir síðustu kosningar. Samkomulagið fól í sér að ríflega 90 prósent vatnsréttinda ríkisins í Neðri-Þjórsá yrðu framseld tímabundið til Landsvirkjunar skömmu fyrir kosningar.

Uppskeruhátíð í Grasagarðinum

Árleg uppskeruhátíð verður haldin í nytjajurtagarði Grasagarðs Reykjavíkur laugardaginn kemur en þar gefst fólki kostur á að fræðast og bragða á hinum ýmsu tegundum mat- og kryddjurta. Enn fremur verða sýndar tegundir sem notaðar eru til lækninga og heilsubóta.

Konum bjargað úr miðri á

Konurnar sem sátu fastar á þaki bifreiðar í miðri á í Svartadal eru komnar á þurrt. Þær sluppu ómeiddar, en voru nokkuð skelkaðar að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til bjargar konunum ásamt björgunarsveitum af Suðurlandi og úr Eyjafirði.

Nýbýlavegi lokað að hluta frá fimmtudegi til laugardags

Nýbýlavegi verður lokað milli Birkigrundar og Sæbólsbrautar frá og með fimmtudeginum 23. ágúst vegna framkvæmda. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni er stefnt er að því að opna veginn aftur laugardagskvöldið 25. ágúst.

Fastar á þaki bíls í miðri á

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir úr Eyjafirði og af Suðurlandi voru kallaðar að Köldukvisl í Svartadal fyrir um 20 mínútum síðan. Tvær konur sitja fastar í miðri ánni. Konurnar hugðust fara á bíl yfir ána en svo illa vildi til að bíllinn festist í ánni. Miklir vatnavextir eru í ánni og því neyddust konurnar til að klifra upp á þak bílsins til að forðast vatnselginn.

Kvartað undan nýjum vef Strætós

Nýr vefur Strætó þykir mun lakari en sá gamli og á netinu er skorað á forsvarsmenn strætó til að opna gamla vefinn aftur. Tæpum fimm milljónum var eytt í vinnu við gamla vefinn sem nú nýtist Strætó ekki neitt.

Stuðmenn biðja þjóðina afsökunar

"Við Stuðmenn ætlum að biðja þjóðina afsökunar á síðustu tónleikum okkar sem greinilega hafa farið eitthvað þvert í þjóðarsálina," segir Tómas M. Tómasson bassaleikari Stuðmanna með tárin í augunum. "Við höfum alltaf verið vinsælir og ætlum okkur að vera það áfram."

Höfðað til yngri leikhúsgesta á Akureyri

Dagskrá Leikfélags Akureyrar verður viðameiri í vetur en nokkru sinni, segir leikhússtjórinn. Áfram verður unnið eftir þeirri stefnu að höfða til yngri leikhúsgesta og verður fyrsta frumsýning vetrarins á fjölskylduleikritinu Óvitar!

1400 nýnemar í grunnskólum Reykjavíkur

Skólahald í grunnskólum borgarinnar hófst í dag. Rúmlega 14700 börn eru skráð í grunnskólana í vetur og rúm fjórtán hundruð börn hefja sína skólagöngu í fyrsta sinn.

Hefur ekki mikil áhrif á arðsemi virkjunarinnar

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að matið á vatnsréttindum landeigenda við Jökulsdal og Fljótsdal hafi ekki mikil áhrif á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. „Þetta mat upp á 1,6 milljarða króna er að vísu umtalsvert hærra en þær tæpu 400 milljónir króna sem við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum," segir Friðrik.

Slasaðist í bílveltu í Vatnsdal

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að Ford Taurus bifreið valt út í skurð við Þrístapa í Vatnsdal rétt fyrir miðnætti í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi missti ökumaður stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór utan vegar.

Ratsjárstöðvum verði stýrt frá Bolafjalli í stað Miðnesheiðar

Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti bókun á fundi sínum í dag þar sem lögð er áhersla á að stöfum fækki ekki í Bolungarvík í tengslum við uppsagnir starfsmanna Ratstjárstofnunar. Þá óskar bæjarráð eftir því að skoðað verði hvort mögulegt geti verið að öðrum ratsjárstöðvum á Íslandi verði fjarstýrt frá Bolafjalli í stað Miðnesheiðar.

Slasaðist eftir árekstur í miðborginni

Ökumaður bifreiðar var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir að tveir bílar rákust saman. Slysið varð á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis um 10 leytið í morgun. Að sögn sjúkraflutningamanna voru meiðsl mannsins minniháttar. Nokkurn tíma tók að hreinsa upp olíu og frostlög sem lak úr bílunum eftir áreksturinn.

Eru öll vatnsréttindi landsins 15 milljarða kr. virði spyr landeigandi

„Ég veit ekki hvort á að hlæja eða gráta. Þessir menn eru með óráði," segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður en hann er einn fjölmargra landeigenda við Jökulsá á Dal. Og Jakob spyr hvort þessi niðurstaða sýni að öll vatnsaflsréttindi landsins séu aðeins 15 milljarða kr. virði?

Átján stiga hiti á Hallormsstað í morgun

Átján stiga hiti mældist klukkan níu á morgun í Hallormsstað á Austurlandi og á Skjaldþingsstöðum við Vopnafjörð var hitinn kominn í rúmar 17 gráður klukkan níu

Biskup þegir í bili um könnun presta

Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun að líkindum ekki tjá sig um niðurstöðu nýrrar viðhorfskönnunar meðal presta um heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra, að minnsta kosti ekki meðan kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar fjallar um málið.

Stálu bílum og tölvubúnaði fyrir milljónir króna

Tveir 25 ára gamlir menn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld og ítrekuð hegningarlagabrot. Ákærulistinn er langur. Mennirnir eru meðal annars sakaðir um að hafa stolið bílum og tölvubúnaði fyrir milljónir króna. Einnig eru þeir ákærðir fyrir fjölmörg innbrot, lyfjaakstur og umferðarlagabrot. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Bóndi á Jökuldal segir matið hreinan dónaskap

Vilhjálmur Snædal, bóndi á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, segir að niðurstaða matsnefndarinnar á vatnsréttindum í tengslum við Kárahnjúkavirkjun sé hreinn dónaskapur í garð landeigenda. „Það er eins og þeir hafi tekið Blöndusamninginn og framreiknað hann," segir Vilhjálmur. Þórður Bogason, lögmaður Landsvirkjunnar, segir að þarna sé um hærri upphæðir að ræða fyrir vatnsréttindi en áður hafa þekkst.

Sérálit um vatnsréttindin upp á 10 milljarða kr.

Matsnefnd sú sem skipuð var til að meta vatnsréttindin sem tapast á Jökuldal og efrihluta Fljótsdals vegna Kárahnjúkavirkjunnar telur þau nema um 1,6 milljörðum kr. Greint var frá þessu á Egilsstöðum nú fyrir nokkrum mínútum að viðstöddum lögmönnum Landsvirkjunnar og landeigenda. Einn nefndarmanna skilaði séráliti þar sem réttindin eru metin á 10 milljarða kr.

Nefndarmönnum greint frá framsali vatnsréttinda

Nefndarmönnum í umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis var greint frá því á fundi í Árnesi fyrir helgi að meirihluti vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár hefði verið framseldur til Landsvirkunar nokkrum dögum fyrir kosningar í vor.

Níu af hverjum tíu jákvæðir í garð ÖBÍ

Tæplega 89 prósent þjóðarinnar eru jákvæð í garð Öryrkjabandalags Íslands samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir bandalagið. Markmiðið með könnuninni var að skoða ímynda almennings af starfsemi bandalagsins.

Þuklaraballið er á laugardagskvöld

Í frétt Vísis í gærdag um landskeppni í hrútaþukli, ullarkeppni og þuklaraball í félagsheimilinu á Húsavík mátti misskilja textann þannig að öll atriðin yrðu á sunnudag. Hið rétta er að þuklaraballið er á laugardagskvöld en hrútaþuklið á sunnudag. Arnar Jónsson forstöðumaður Sauðfjársetursins á Ströndum segir ennfremur að fólk verði að skrá sig á þuklaraballið þar sem búist er við tölvuverðum fjölda gesta sem vilji taka þátt í því.

Hannar töskur úr fiskiroði

Ágústa Margrét Arnardóttir hannar töskur úr íslensku fiskiroði og leðri. Hún var lengi til sjós en hefur lagt sjógallan á hilluna og meðhöndlar nú fiskinn á annan hátt. Brynja Dögg Friðriksdóttir heimsótti Ágústu á Djúpavog.

Nýtt fangelsi á Akureyri

Nýtt fangelsi verður tekið í notkun á Akureyri innan tíðar. Þar verður stórbættur aðbúnaður, enda gamla fangelsið barn síns tíma. Vinna við nýja fangelsið á Akureyri gengur vel og þá er verið að stækka fangelsið á Kvíabryggju. Ekki er allt upptalið því fyrirhuguð er enduruppbygging á Litla hrauni og nýtt fangelsi fyrirhugað á höfuðborgarsvæðinu.

Styrktarsjóður Baugs úthlutaði rúmum 38 milljónum í dag

Í dag var 45 aðilum úthlutað 38,4 milljónum króna úr Styrktarsjóði Baugs Group. Jóhannes Jónsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir afhentu styrkina fyrir hönd sjóðsins en auk þess er vert að geta þess að styrkþegarnir Hljómsveitin Bertel og meðlimir úr Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar stigu á stokk og fluttu nokkur lög.

Sjá næstu 50 fréttir