Innlent

Hefur ekki mikil áhrif á arðsemi virkjunarinnar

MYND/Stefán

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að matið á vatnsréttindum landeigenda við Jökulsdal og Fljótsdal hafi ekki mikil áhrif á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. „Þetta mat upp á 1,6 milljarða króna er að vísu umtalsvert hærra en þær tæpu 400 milljónir króna sem við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum," segir Friðrik.

Í máli Friðriks kemur fram að hann hafi ekki enn séð niðurstöðu matsnefndarinnar eða kynnt sér hana náið. „Það lá alltaf ljóst fyrir að Landsvirkjun myndi borga fyrir þessi vatnsréttindi. Þær kröfur sem landeigendur hafa gert um tugi milljarða króna fyrir réttindin eru hins vegar út úr öllu korti," segir Friðrik.

Aðspurður um hvort Landsvirkjun sætti sig við þessa niðurstöðu sem komin er nú áréttar Friðrik að hann hafi enn ekki séð niðurstöðu nefndarinnar og forsendur hennar. „Við höfum því ekki tekið neina afstöðu á þessu stigi málsins," segir Friðrik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×