Innlent

Slasaðist í bílveltu í Vatnsdal

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að Ford Taurus bifreið valt út í skurð við Þrístapa í Vatnsdal rétt fyrir miðnætti í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi missti ökumaður stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór utan vegar. Lögreglan telur líklegt að bíllinn hafi farið eina til tvær veltur áður en hann hafnaði í skurðinum. Eldur kviknaði í bílnum og er hann gerónýtur. Að sögn lögreglu var ökumaðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi með bakmeiðsl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×