Innlent

Nefndarmönnum greint frá framsali vatnsréttinda

Frá skoðunarferðinni í síðustu viku.
Frá skoðunarferðinni í síðustu viku.

Nefndarmönnum í umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis var greint frá því á fundi í Árnesi fyrir helgi að meirihluti vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár hefði verið framseldur til Landsvirkunar nokkrum dögum fyrir kosningar í vor.

Þar voru nefndarmennirnir á ferð ásamt umhverfisráðherra og skoðuðu virkjanir við Þjórsá og kynntu sér fyrirhugaða virkjanakosti í ánni og umhverfi þeirra. Með í för voru fulltrúar Landsvirkjunar en einnig fulltrúar Sólar á Suðurlandi og áhugahóps um verndun Þjórsárvera.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Sól á Suðurlandi, sem berst gegn virkjununum í neðri hluta Þjórsár, var fundað í lok skoðunarferðarinnar en þann fund sátu auk þingmanna fulltrúar Flóahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Landsvirkjunar, Orkustofnunar og náttúruverndarsamtaka á svæðinu.

Á fundinum var gagnrýnt að meirihluti vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár hefði framseldur til Landsvirkjunar nokkrum dögum fyrir kosningar í vor. Þá kom einnig fram að ekki lægi fyrir í hvaða starfsemi fyrirhuguð raforkan færi. Segir í tilkynningu frá Sól í Straumi að ýmsar upplýsingar á fundinum hafi komið þingmönnum á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×