Innlent

Átján stiga hiti á Hallormsstað í morgun

Átján stiga hiti mældist klukkan níu á morgun í Hallormsstað á Austurlandi og á Skjaldþingsstöðum við Vopnafjörð var hitinn kominn í rúmar 17 gráður klukkan níu.

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að óvenjulegt sé að þetta hlýtt sé svo snemma morguns. „Það eru mikil hlýindi í háloftunum sem ná niður til yfirborðs og þau skýra þessar hitatölur. Þessi hlýindi eru þó á austurleið og hlýjasta loftið verður komið austur af landinu síðdegis í dag eða kvöld. Því má búast við um eða yfir 20 stiga hita á Austurlandi í dag en svo dalar hitinn nokkuð, þó áfram verði hlýtt fyrir austan,„ segir Sigurður.

Klukkan níu í morgun var víða rigning eða skúrir á landinu en þó þurrt en þungbúið á Austurlandi. Þegar líður á daginn ætti að rofa nokkuð til á Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×