Innlent

Níu af hverjum tíu jákvæðir í garð ÖBÍ

MYND/Valgarður

Tæplega 89 prósent þjóðarinnar eru jákvæð í garð Öryrkjabandalags Íslands samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir bandalagið. Markmiðið með könnuninni var að skoða ímynda almennings af starfsemi bandalagsins. Um átta prósent voru hvorki neikvæð né jákvæð í garð Öryrkjabandalagsins og þrjú prósent frekar eða mjög neikvæð.

Könnunin leiddi enn fremur í ljós að ríflega 75 prósent telja ÖBÍ sinna réttindamálum öryrkja vel en tæp 10 prósent illa og þá telja 57 prósent að bandalagið sé sýnilegt en um þriðjungur er á öndverum meiði. Segir í tilkynningu Öryrkjabandalagsins að það bendi til þess að enn þurfi að auka kraftinn í kynningarmálum ÖBÍ.

Hringt var í 1350 manns á öllu landinu á aldrinum 16-75 ára og var handahófsvalið úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 61,4 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×