Innlent

Nýbýlavegi lokað að hluta frá fimmtudegi til laugardags

Nýbýlavegi verður lokað milli Birkigrundar og Sæbólsbrautar frá og með fimmtudeginum 23. ágúst vegna framkvæmda. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni er stefnt er að því að opna veginn aftur laugardagskvöldið 25. ágúst.

Vegagerðin bendir á hjáleið um Álfhólsveg og Hamraborg. Þá eru ökumenn beðnir um að nota Digranesveg til að fara inn á Hafnarfjarðarveg (Kringlumýrabraut) til norðurs. Vegfarendum sem leið eiga að fyrirtækjum við Nýbýlaveg 2-32 er bent á hjáleið um Hamraborg, Skeljabrekku og Auðbrekku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×