Innlent

Slasaðist eftir árekstur í miðborginni

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Ökumaður bifreiðar var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir að tveir bílar rákust saman. Slysið varð á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis um 10 leytið í morgun. Að sögn sjúkraflutningamanna voru meiðsl mannsins minniháttar. Nokkurn tíma tók að hreinsa upp olíu og frostlög sem lak úr bílunum eftir áreksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×